Vera - 01.05.1994, Qupperneq 42

Vera - 01.05.1994, Qupperneq 42
stúlkna var systir þorpshöfðingjans og ég leiddi honum fyrir sjónir hversu mikilvægt það væri að hann skapaði fordæmi með við- horfi til skólagöngu systur sinnar. Nú eru þær allar í skólanum og hjóla þangað saman, tíu km á hverjum degi. Það er algengt þegar spurt er að því hvers vegna stúlkumar fari ekki í skólann að for- eldrar segjast ekki hafa efni á að missa stúlk- ur frá vinnu. Við ætlum að reyna að brúa það vandamál með því að koma á fót einhvers konar handverksmiðstöðvum þar sem stúlk- umar læra að búa til hluti sem má selja og þannig gætu þær lagt eitthvert fé í ijölskyldu- sjóðinn. Og þama myndum við einnig kenna þeim að lesa og skrifa einn til tvo tíma á dag. Með næstu kynslóð verður svo auðveldara að fá foreldrana til senda bömin í skóla og þá verða atvinnutækifæri stúlkna raunveru- legri.“ Verkefnin eru óþrjótandi Sudha hefur tekið virkan þátt í starfi móður sinnar þegar færi gefst og greinilega tekið hugsjónina í arf. Reyndar hefur öll íjölskyld- an lagt hönd á plóginn því í byrjun var starf samtakanna aðallega ijármagnað af henni sjálfri og bræðmm hennar. Samtökin hafa öðlast mikla viðurkenningu á skömmum tíma og sífellt fleiri verkefni eru styrkt af alþjóða- aðilum og frú Sundaram er gjaman kölluð til þegar stefnumótun í umhverfis- og þróunar- málum fer fram hjá ráðuneytum indversku stjómarinnar. Samtalið snýst þó ekki um það heldur aðstæður indverskra kvenna og hvem- ig unnt sé að breyta þeim. „Það er indverskt orðatiltæki sem segir ef starf þitt hlýtur ekki guðlega blessun, hversu gott sem málefnið er, þá leiðir það ekkert af sér. Ég er viss um að okkar starfi fylgir bless- un. En það er svo agnarsmátt sem ég hef gert og komið til leiðar en það sem mig langar til að gera er svo ógnarstórt og mikið. Og okkur vantar alltaf fólk til starfa. Ef einhverjir Islendingar hefðu áhuga á að leggja okkur lið þá gætu þeir haft samband við Sudha, dóttur mína.“ Nú, eða við skrifstofu VERU. Viðtal NH GORILLUR I REYKJAVÍK OG STOKKHÓLMI Frá sýningu Nýlistasafnsins á veggspjöldum Guerilla Girls Guerilla Girls komu fyrst fram í New York órió 1985, en nú eru þær líka komnar ó kreik í Svíþjóð. í vetur ruddist hópur sænskra listakvenna í górillubúningum inn ó Nútímalistasafnió í Stokk- hólmi. Þær nómu staðar fyrir framan mólverkið Deyjandi spjátr- ungur til þess aó afhenda forstjórum safnsins verðlaunagrip, bleik- an banana úr gifsi og vaxi. Valið ó verðlaunahafa var auðvelt, sögðu listakonurnar. í Nútímalistasafninu eru til verk eftir 125 karlmenn og 2 konur. Síðan safnið var opnað órið 1956 hafa þar verið 208 einkasýningar — 188 karlmanna og 20 kvenna. Nútíma- listasafnið ótti því örugglega skilið að fó Bleika bananann og með- fylgjandi greinargerð: „Fyrir að halda í heiðri gildi safnaheimsins; flokkun, grisjun og mismunun." Enginn forstjóra Nútímalistasafns- ins só sér fært að veita viðurkenningunni móttöku. Ljósmyndir: Anna Fjóla ® KymexQote KymexQote KymexHote Kymex[;ote KymexBote Kymex[jote Kymex[;ote ca i LÍTIL LOSUN MENGUNAREFNA VIÐ FRAMLEIÐSLU Prentað á umhverfisvænan lote OLAFUR ÞORSTEINSSON & Co HF. VATNAGARÐAR 4, PÓSTHÓLF 551, 121 REYKJAVÍK, SÍMI (91) 6 88 200, FAX (91) 6 89 925 Ljósmynd: Guðrún Þórsdóttir

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.