Vera - 01.05.1994, Page 48

Vera - 01.05.1994, Page 48
 ORISTE! TIPLAÐ A GRISKRI MATARGERÐ OG VENJUM Qý/uji/ýöwj r9/t<f</</<)/iir i/criftw Nánast hver einasta gríska manneskja sem ég hef rætt við hef- ur einhvern tíma í spjallinu minnst á matargerð. Augun ljóma, allir drættir í andlitinu mýkjast, hendumar fara af stað og ein- hver hreyfmg tjáir þessi ljúfu hughrif. Það má jafnvel segja að matargerðin sé tilfmningamál þar sem þorri Grikkja er alinn upp við endalaust pottaglamur, steikingar og niðurskurð á grænmeti í eldhúsum bemskunnar. Það þarf varla að taka það fram að þessi eldhússtörf em jafnan unnin af kvenlegg Qöl- skyldunnar og engin kona talin kvenkostur nema hún sé vel að sér í leyndardómum matseldar. Síðan gengur vitneskjan í arf frá ömmu til móður og síðan dóttur og er vel varðveitt, enda þekktust varla matreiðslubækur í Aþenu íyrr en snemma á sjötta áratugnum, og þá sjaldan notaðar. Ingibjörg Ingadóttir Gestrisni er eitt af aðalsmerkjum Grikkja og gegnir þar maturinn stærsta hlutverki. Allt sem viðkemur matnum er mikilvægt, skipulagningin, innkaupin, undirbúningurinn, eldamennskan og að sjálfsögðu að neyta matarins. Og tíminn sem fer í þetta, Drottinn minn! Eg fletti upp ákveðnum rétti í grískri uppskriftabók en lokaði henni snarlega þegar við mér blasti: „Fyrsti dagur“!! Já, það er þessi yndislega lykt í grískum eldhúsum sem kemur svo ljúflega upp í hugann. Olífuolíuflaskan, kámug með korktappa, alltaf við hendina, ferskt grænmetið á borð- inu, ásamt myntu, steinselju og dilli, að ógleymdu oregano, rauðlaukurinn og hvítlaukurinn ilmandi; ummm... Hinn venjulegi meðal Grikki er hæstánægður með mjög einfalda máltíð, svona endrum og eins, en hún getur saman- staðið af eftirfarandi hráefni: Tómötum, lauk, svörtum ólífum, nýbökuðu brauði og fetaosti, sannkallaður herramannsmatur með litlu staupi af ouzo. Þess þjóðardrykkjar neyta menn sem lystauka fyrir aðalmáltíð dagsins og myndi ekki hvarfla að nokkrum Grikkja að ofnota þann vökva, enda til í flestum eld- hússkápum þar í landi. Annars eru það borðvínin, rauðvín, hvítvín eða „Retsina" sem setja punktinn yfir i-ið við máltíð- líl Bf . ;lli v JBf W&i ina. Þær flöskur koma úr kjallaranum og gætu verið ffá ætt- ingja af eyjunum sem lét þær fylgja með kössunum af rúsin- unum og fistikja-hnetum sem allir verða að eiga til að gauka að gestum. í næstu ferð sendir hann sennilega kassa af ólífu- olíu, sægrænni og hnausþykkri að ógleymdum svörtu ólífun- um sem hann tíndi sjálfur af ólífutrjánum sínum í lundinum heima (Finnið þið ekki orðið lyktina?). Grískt salat að hætti þorpsbúa 3 tómatar, skomir í báta 1 gúrka, skorin í sneiðar slatti af fetaosti í teningum 1 rauðlaukur, skorinn í hringi svartar ólífur 4 msk ólífuolía 1 msk edik og smá oregano Eggaldin - sósa 4 stór eggaldin, stungin og bökuð í ofni (hýðið tekið af) 2 laukar, smátt saxaðir 2 hvítlauksrif, söxuð 120 ml ólífuolía safi úr einni sítrónu 2 tsk majones (ef vill), salt og svartur pipar, steinselja Allt sett í mixer og blandað - skreytt með ólífum. Þessi sósa er upplögð með allrahanda steiktum mat, t.d. létt- steiktu grænmeti eða baunaréttum, einnig góð ein og sér með nýju brauði og salati. n Höfundur bjó áram saman í Grikklandi en er nú kennari á Eið- um. Ljósmyndir: Bragi Þór Jósepsson/Vikan

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.