Vera - 01.05.1994, Side 50

Vera - 01.05.1994, Side 50
Hverjir hafa lagt sitt á vogarskál jafnréttis undanfarið? Hverjir hafa unnið jafnréttisbaráttunni mest gagn og ógagn? HVAÐ FINNSTÞÉR? Sendu Veru línu eöa taktu upp símtólið og láttu skoðun þína í Ijós. PIXIS Eymundsson Bókahillan sem er merkt: Kvennabókmenntir er góð viðleitni - en úrvalið mætti vera meira - og betra! Guerilla Girls Listakonumar Brynhildur Þorgeirsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, G. Erla Geirsdóttir, Harpa Bjömsdóttir og Svala Sigurleifsdóttir fá plús fyrir sýningu í Nýlistasafninu á veggspjöldum Guerilla Girls - sem er hópur myndlistar- kvenna í New York borg sem segist vera sam- viska myndlistarheimsins. Einnig tóku þær saman upplýsingar um ástand mála hér, t.d. um listaverkakaup Reykjavíkurborgar og Lista- safns Islands og kom í ljós að það mætti vera mun betra. Háskólaróð Nýlega var skipuð nefnd til að móta tillögur um framtíðarskipan og þróun kennslu í kvennafræðum við Háskóla íslands. Nefndin á að kanna möguleika á að kvennafræði verði kennd sem aukagrein eða aðalgrein til B.A. prófs t.a.m. í heimspekideild og félagsvísinda- deild og hugsanlega fleiri deildum eða náms- brautum. Ennfremur skal nefndin athuga möguleika á M.A. námi í kvennafræðum, hugsanlega i samstarfi við háskóla erlendis. Kvikmyndahús höfuðborgarinnar Fyrir óvenjugott úrval kvikmynda með fem- inísku ívafí! Píanó, Hús andanna, Kryddlegin hjörtu, Leikur hlæjandi láns, Rauði lampinn, Sagan af QuiJu. Sannkölluð kvikmyndaveisla. Morgunblaðið og Kristín Marja Baldursdóttir (10. apríl) Sterkar konur en ófrjálsar... fróðleg grein og orð í tíma töluð. En af hverju var ekkert minnst á rýran hlut kvenna í sveitarstjómum? Reykjavíkurborg Nýlega voru tvær konur ráðnar í stjómunar- stöður hjá borginni, þær Oddrún Kristjánsdótt- ir sem veitir Vinnumiðlun Reykjavíkur for- stöðu og Lára Bjömsdóttir sem tekur við starfi Félagsmálastjóra í sumar. Vera óskar þeim til hamingju og óskar þeim velfamaðar í starfí. Ríkissjónvarpiö Fimm stúlkur og reipi, tævanska kvikmyndin sem sýnd var 7. apríl sl. var áhrifamikil og mætti gjaman endursýna. Stjórnunarfélagið og Hansína B. Einarsdóttir Fjögurra stunda námskeið fyrir konur: Þekk- ing, þjálfun og þátttaka hefur mælst vel fyrir hjá þátttakendum, eða eins og sú sem hafði samband við Vem sagði: „Karlamir á vinnu- stað mínum eru alltaf á einhverjum námskeið- um og ráðgjafafundum, en við konumar sitjum alltaf eftir og skilum okkar vinnu áfallalaust. Annaðhvort látum við svona vel að stjóm eða gemm það sem af okkur er ætlast, a.m.k. hefúr aldrei verið talin þörf á að senda okkur á stjómunamámskeið. Við sem fóram frá vinnu- staðnum mínum höfum allar langa starfs- reynslu og höfðum mjög gott af námskeiðinu. Augu okkar vom opnuð íyrir því að þessi súperkona er heimatilbúin, hún er sú ímynd sem við horfum á og miðum okkur við. Við erum alveg nógu góðar eins og við erum, og rétt eins og karlamir erum við ekki ómissandi.“ Markmið námskeiðsins er m.a. að „veita upp- lýsingar um breytingar á vinnumarkaði, benda á möguleika til áhrifa, efla samstöðu og styrkja eigin sjálfs- mynd“. „...BETRl TÍÐ...“ Mennta- málaróóu- neytió Bæklingurinn „... betri tíð...“ sem ætlaður er til „umhugs- unar fyrir for- eldra og aðra uppalendur um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna" er löngu tímabær því jafnrétti kemur ckki af sjálfu sér eins og höfundamir Elín G. Olafs- dóttir og Sigríður Jónsdóttir benda á. Hönnun Önnu Cynthiu Leplar er skemmtileg og von- andi kunna viðtakendur að meta gott framtak. MU2 Café Romance Hvað er staðurinn að auglýsa? Þetta birtist í bæklingum íyrir erlenda ferðamenn. Ríkisskattstjóri Glöggur lesandi benti á bæklinginn Leiðbein- ingar og dœrni um útfyllingu skattframtals ein- staklinga, en þar segir: „Jóna hefur tekjur af því að kynna og selja snyrtivörur... Eiginmaður Jónu er með hærri samanlagðar tekjur en hún...“ Lesandanum fínnst að skattstjóri ætti að sýna aðeins meiri frumlegheit og bakka konur upp með því að gera ráð fyrir því að þær hefðu sömu laun - eða jafnvel hærri. Reykjavikurborg Loksins, loksins á að ráða jafnréttisfulltrúa - og þá ijórum vikum fyrir kosningar og aðeins í hálfa stöðu! A Akureyri er jafnréttis- og fræðslufulltrúi í fullri stöðu og hefúr víst nóg að gera, er ástandið svona hrikalegt norðan heiða? Er jafnréttismálum svona miklu betur borgið í höfúðstaðnum og því ekki þörf á fúllu stöðugildi? Ómar Ragnarsson Eflaust hefur ætlun hans verið að mæra konur í dægurlagatexta sinum Islenska konan saman- ber eftirfarandi ljóðlínur: ... ó, hún var ambáttin rjóðýhún var ástkonan hljóö/hún var amma, svo fróð./Ó, athvarf um- renningsins,/inntak hjálpræðisins,/líkn frá kyni til kyns... - en næst biðjum við hann að hafa í huga að kvenímyndirnar eru mun fleiri og þessi tugga um hina fórnfúsu og „góðu“ konu er orðin ansi þreytt.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.