Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 51

Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 51
BÆKUR Þórunn Gríma Pálsdóttir er nýorbin 10 ára og er í Mýrarhúsa- skóla. Hún fékk heilmargar bækur í jólagjöf og segir hér frá tveimur þeirra. Frí&a framhleypna á flumbru- gangi Lykke Nielsen þýðing: Jón Daníelsson Skjaldborg 1993 Þetta er ofsalega skemmtileg bók. Fríða fer í skólakórinn og þau fara saman í ferðalag til Vínar og lenda þar í spenn- andi ævintýrum. Það er gaman að lesa um eitthvað sem gerist í útlöndum en það skiptir samt eiginlega ekki máli, það er aðalatriðið að bækur séu skemmtileg- ar og spennandi. Friða er rosalega mikill prakkari og hún lætur sko ekkert voða- lega mikið ráða yfir sér. Ég myndi kannski ekki gera allt það sem hún tekur upp á en það er gaman að lesa um hana. Þessi bók er jafn skemmtileg og hinar Fríðubækumar sem ég hef allar lesið nema eina. Klukkan Kassíópeia og húsib í dalnum Þórunn Sigurðardóttir Mál og menning 1993 Mjög spennandi bók, og meira spenn- andi en skemmtileg og eiginlega alls ekkert skemmtileg í byrjun. Bókin er um FIöllu og vini hennar, systkinin Þóreyju og Kára. En sagan byrjar samt og endar á langafa systkinanna. Hann safnar klukkum og krakkamir fara að grafast íyrir um eina klukkuna hans. Þau lenda í rauninni í tveimur ævintýmm því það gerist mjög margt í einu. Þetta er þess vegna eiginlega saga um langafann, um fyrri ár hans og kærustuna sem hann átti. Það er gaman að lesa bæði um krakka og fullorðið fólk í sömu sögunni og finna út hvað gamla fólkið gerði þegar það var ungt. Krakk- amir fannst mér ágætir en Þórey talar alltof mikið og var næstum því búin að kjafta frá leyndannálinu. AÐ UTAN ÁHRIFALAUS MEIRIHLUTI Hvergi í heiminum eru konur jafn virkar í stiórnmálum og á Norð- urlöndum. En er það eitthvað til að gleðjast yfir? Konur virðast nefnilega fá pláss í pólitíkinni þegar karlar hætta að sinna henni og fara í staðinn að ein- beita sér að viðskiptum í valda- miklum fjölþjóðafyrirtækjum. „Þróunin gæti orðið sú að konur yrðu áhrifalaus meirihluti í stjórn- málum í stað þess að vera áhrifalaus minnihluti," segir í skýrslu norska rannsóknafyrirtæk- isins Scenario 2000. Hollráð Ætlar þú að veita veðleyfí í þinni íbúð ? Hafðu þá í huga, að veðleyfi jafngildir í raun ábyrgð á viðkomandi láni. Ef lántakandinn greiðir ekki af láninu, þá þarft þú að gera það. Getir þú það ekki, gæti svo farið að þú misstir þína íbúð á nauðungaruppboð, því standi skuldari ekki í skilum ^ er andvirði íbúðar þinnar notað til að greiða lánið. GETUR ÞÚ GREITT AF LÁNINU EF LÁNTAKANDINN GETUR ÞAÐ EKKI ? Við leggjum til að þú fylgir þeirri reglu að veita aldrei öðrum veðleyfi í íbúð þinni fyrir láni sem þú getur ekki sjálfur greitt af, nema þú sért viss um að lántakandinn muni standa í skilum. FÓLK HEFUR MISST ALEIGU SÍNA VEGNA VINARGREIÐA HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.