Vera - 01.05.1994, Qupperneq 51

Vera - 01.05.1994, Qupperneq 51
BÆKUR Þórunn Gríma Pálsdóttir er nýorbin 10 ára og er í Mýrarhúsa- skóla. Hún fékk heilmargar bækur í jólagjöf og segir hér frá tveimur þeirra. Frí&a framhleypna á flumbru- gangi Lykke Nielsen þýðing: Jón Daníelsson Skjaldborg 1993 Þetta er ofsalega skemmtileg bók. Fríða fer í skólakórinn og þau fara saman í ferðalag til Vínar og lenda þar í spenn- andi ævintýrum. Það er gaman að lesa um eitthvað sem gerist í útlöndum en það skiptir samt eiginlega ekki máli, það er aðalatriðið að bækur séu skemmtileg- ar og spennandi. Friða er rosalega mikill prakkari og hún lætur sko ekkert voða- lega mikið ráða yfir sér. Ég myndi kannski ekki gera allt það sem hún tekur upp á en það er gaman að lesa um hana. Þessi bók er jafn skemmtileg og hinar Fríðubækumar sem ég hef allar lesið nema eina. Klukkan Kassíópeia og húsib í dalnum Þórunn Sigurðardóttir Mál og menning 1993 Mjög spennandi bók, og meira spenn- andi en skemmtileg og eiginlega alls ekkert skemmtileg í byrjun. Bókin er um FIöllu og vini hennar, systkinin Þóreyju og Kára. En sagan byrjar samt og endar á langafa systkinanna. Hann safnar klukkum og krakkamir fara að grafast íyrir um eina klukkuna hans. Þau lenda í rauninni í tveimur ævintýmm því það gerist mjög margt í einu. Þetta er þess vegna eiginlega saga um langafann, um fyrri ár hans og kærustuna sem hann átti. Það er gaman að lesa bæði um krakka og fullorðið fólk í sömu sögunni og finna út hvað gamla fólkið gerði þegar það var ungt. Krakk- amir fannst mér ágætir en Þórey talar alltof mikið og var næstum því búin að kjafta frá leyndannálinu. AÐ UTAN ÁHRIFALAUS MEIRIHLUTI Hvergi í heiminum eru konur jafn virkar í stiórnmálum og á Norð- urlöndum. En er það eitthvað til að gleðjast yfir? Konur virðast nefnilega fá pláss í pólitíkinni þegar karlar hætta að sinna henni og fara í staðinn að ein- beita sér að viðskiptum í valda- miklum fjölþjóðafyrirtækjum. „Þróunin gæti orðið sú að konur yrðu áhrifalaus meirihluti í stjórn- málum í stað þess að vera áhrifalaus minnihluti," segir í skýrslu norska rannsóknafyrirtæk- isins Scenario 2000. Hollráð Ætlar þú að veita veðleyfí í þinni íbúð ? Hafðu þá í huga, að veðleyfi jafngildir í raun ábyrgð á viðkomandi láni. Ef lántakandinn greiðir ekki af láninu, þá þarft þú að gera það. Getir þú það ekki, gæti svo farið að þú misstir þína íbúð á nauðungaruppboð, því standi skuldari ekki í skilum ^ er andvirði íbúðar þinnar notað til að greiða lánið. GETUR ÞÚ GREITT AF LÁNINU EF LÁNTAKANDINN GETUR ÞAÐ EKKI ? Við leggjum til að þú fylgir þeirri reglu að veita aldrei öðrum veðleyfi í íbúð þinni fyrir láni sem þú getur ekki sjálfur greitt af, nema þú sért viss um að lántakandinn muni standa í skilum. FÓLK HEFUR MISST ALEIGU SÍNA VEGNA VINARGREIÐA HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.