Vera


Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 49

Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 49
Villtir svanir Þrjár dætur Kína Jung Chang Hjörleifur Sveinbjörnsson þýddi Mál og menning 1994 Bókin rekur sögu Kína þessarar aldar. Þaö ger- ir hún meö því aö fjalla um líf þriggja kynslóöa kvenna, líf höfundarins (f. 1952), móður henn- ar (f. 1931) og móðurömmu (f. 1909). Amman var hjákona valdamikils hershöfðingja og fæddi honum dóttur, móöurina sem giftist bók- stafstrúuöum kommúnista sem tók hlýöni við flokkinn alltaf fram yfir velferö fjölskyldu sinn- ar. Dóttirin, höfundur bókarinnar, var rauöur varðliði framan af menningarbyltingunni en komst síöar úr landi og býr nú í London. Á káputexta segir aö bókin hafi fariö sigur- för um heiminn ogtrónaö á metsölulistum víöa um lönd. Þaö kemur ekki á óvart því bókin hef- ur mörg einkenni sem gera hana líklega til mik- illa vinsælda á Vesturlöndum. Hún fjallar um þjóðfélag sem nú er aö opnast vestrænum kaupsýslumönnum og feröamönnum en er jafnframt mjög framandi, atburöarásin er hröö og oft spennandi og persónusköpun einföld, persónur eru nánast ýmist svartar eöa hvítar, vondar eöa góðar. Sagan er gífurlega yfirgripsmikil og gefur innsýn í kínverskt samfélag og þjóöfélagsbreyt- ingar aldarinnar meö öllum sínum flækjum sem oft hljóta að vekja furöu íslenskra les- enda. Atburöir eru raktir í réttri tímaröö og er í rauninni meö ólíkindum hvílíkum reiöinnar ósköpum af upplýsingum höfundur hefur úr að moða og miðlar lesendum sínum. Þannig veit- ‘ it bókin bæði gott yfirlit yfir stjórnmálaþróun og góöa innsýn í aöstæður Kínverja sem koma frekar fram sem fórnarlömb þróunarinnar en virkir þátttakendur í sköpun nýs samfélags. Ekki fer á milli mála að miklar breytingar verða á sögutíma bókarinnar. Þó finnst mér eiginlega merkilegra hvað breytingarnar eru að mörgu leyti litlar. Ekki síst hvaö varðar þann stöðuga ótta sem fólk lifir í, hvort sem er fyrir eöa eftir valdatöku kommúnista. Óttinn og óör- yggiö geta af sér furðuleg samskipti sem ein- kennast helst af sífelldum samsærum, ímynd- uðum eða raunverulegum, og viðbrögöum við þeim. Þannig reynir amman til dæmis aö smjaðra fyrir og slá ryki í augun á þjónustufólki sínu, til að reyna að koma í vegfyrir að þaö beri róg um hana í hershöfðingjann sem hefur öll ráð hennarí hendi sér. Sams konar samskipta- mynstur virðist ríkja milli manna eftir aö Maó kemst til valda, og nær hámarki T menningar- byltingunni svokölluðu, stööug plott og enginn veit hvar hann hefur náunga sinn en þarf alltaf að gera ráð fyrir því versta. Enginn þorir að segja það sem honum býr í brjósti og tungumálið glatar merkingu sinni en verður innihaldslaust gjálfur. Þess vegna kem- ur nokkuð á óvart hvað frásögnin er alltaf viss í sinni sök og virðist treysta á „rétta“ merkingu orða og atburða. Það er aöeins örsjaldan aö sögukonan lætur þess getið að hún hafi til- heyrt forréttindahópi sem dóttir háttsetts emb- ættismanns og aö hún hafi ekki gert sér fulla grein fyrir aðstæðum alþýðu manna. Annars lætur sögukonan eins og hún hafi allan sann- leikann á valdi sínu og líti á það sem hlutverk sitt að miðla honum, frekar en aö velta vöng- um yfir flóknum hlutum og reyna að kafa dýpra eftir nýrri merkingu. Fyrir vikið verður sagan ansi svart-hvít, eins og fyrr segir um persónur hennar, og hefur óneitanlega yfir sér nokkurn blæ varnarrits og sjálfsréttlætingar. Það finnst mér rýra gildi hennar og gera hana óþarflega yf- irboröslega. Þýðinguna hef ég ekki borið saman við frumtextann. í heild má segja aö málfar þýðing- arinnar sé lipurt og áreynslulaust en þó koma fyrir leiðinlega þýöingarlegar setningar og málsgreinar. Sömuleiöis hefði yfirlestur af hendi forlagsins þurft að vera nosturslegri því meinlegar prent- og/eða stafsetningarvillur eru óþarflega margar. Þótt ég hafi hér að ofan fundið eitt og annað að bókinni er ég viss um að hún fellur íslensk- um lesendum vel í geð. Hún opnar okkur sýn inn T framandi aðstæður samtímafólks okkar og er áhugaverö lesning um leið og hún er spennandi og skemmtileg aflestrar. Ragnhildur Richter í fjötrum Jean P. Sasson Álfheiður Kjartansdóttir þýddi Vaka-Helgafell 1994 Saga Sultönu, vellauðugrar prinsessu í Saudi-Ar- abíu er áhugaverð lesning og áhrifamikil. Aö lokn- um lestri eru lesendur margs vísari um þjóðfélag þarsem konureru faldarbak viö blæju, hafa ekki atkvæöisrétt, ráða engu um eigið líf og þrá þaö heitast að sleppa blæjunni, fá að aka bíl og vinna utan heimilis. Sultana leiðir okkur í allan sannleika um samfélag þar sem meira að segja prinsessur eiga ekki sjö dagana sæla því sjálf- sagt þykir aö feður drekki dætrum sínum T sund- laug heimilisins ef þær óhlýðnast boðum þeirra, konur eru lokaðar ævilangt inni í hljóðeinangruð- um herbergjum fýrir það eitt að verða ástfangnar af mönnum sem tilheyra öðmm trúarbrögöum, eðlilegt þykir að gifta bráðungar stúlkur eldgöml- um körlum, konum er meinað að ferðast án far- arleyfis eiginmanns, stúlkubömum er rænttil að nýta líffæri þeirra og konureru T raun ogvem ekki til þar sem þær em hvorki skráðar við fæðingu né dauða. Karlmenn einir skipta máli, enda er líf þeirra allt öðmvísi en kvennanna sem standa þeim næst. Meðan flestar konur em umskomar og allt er gert til að halda kynvemnni í þeim niðri þykir sjálfsagt að karlar lifi flölbreyttu kynlífi. Þeim ITðst að nauðga allt niður í ntu ára gömlum stúlk- um, flytja inn vændiskonur frá Paris og njóta þeirra í sérhönnuðum höllum og algengt er aö feögar fari saman í kynlífsferöir til Tælands. Þeirra er mátturinn og dýröin. Á bókarkápu stend- ur m.a.: Þetta er bók sem kemur öllum við og snertir alla. Þaö em orð aö sönnu. Ragnhildur Vigfusdöttir bvkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.