Vera


Vera - 01.04.1997, Qupperneq 5

Vera - 01.04.1997, Qupperneq 5
✓i/YinaeJubL Löstur adTkonur hafi há laun? Bandaríska leikkonan Goldie Hawn (51), sem í nýjustu mynd sinni „The First Wife’s Club“ leikur úrræðagóða og kjarkmikla konu, bendir á að í daglegu lífi eigi hún mun erfiðar uppdráttar með „rulluna" sína. „Ég lagði mikið á mig til að vera góð eiginkona en það hjálpaði lítt.“ segir Goldie í nýlegu blaðaviðtali. „Þegar kona hefur hærri laun en eiginmaður hennar er komið fram við hana líkt og hún sé holdsveik." 100 dagor í 100 ár! Á íslandi fagna konur nýstofnaðri deild í kvennafræðum við Háskóla íslands, eins og greint var fá í síðasta tbl. Veru. Þýskar konur hafa nú gengið skrefi lengra og áætla að stofna alþjóðlegan háskóla fyrir konur í árslok 1998. Um 150 kvenprófessorar á sviði vísinda, stjórnmála og viðskipta munu kenna við stofnunina. Markmiðið er að kennsla standi yfir í 100 daga á ári undir yfirskriftinni: 100 dagar í 100 ár! Hulin rádjgáta „Það er illskiljanlegt að rektor háskóla í Kúvæt, sem er kona, hafi ekki atkvæðisrétt í kosningum þar í landi en karlkyns nemi sem stundar þar nám geti aftur á móti gengið óhindraður að kjörborðinu.“ Abmed al-Baghdadi, prófessor í stjómmálafrceði Evita Pcron: lifandi codsc Blóðheitir íbúar Argentínu urðu hamstola af bræði þegar kvikmyndin Evita var frumsýnd þar í landi fyrir skömmu. Eins og flestir vita er hin margumdeilda söngkona Madonna í hlutverki hinnar heittelskuðu Evitu Perón og íbúar landsins ekki á eitt sáttir með leikkonuvalið. Goðsögnin um Evitu Perón er líkt og ævintýrasaga. Hún ólst upp í mikilli fátækt en varð ung að árum ein valdamesta kona Argentínu, valdameiri en eiginmaður hennar, forsetinn. Hún barðist gegn misrétti í landinu og áorkaði miklu á stuttri ævi en hún lést úr krabbameini aðeins 33 ára gömul. Argentínskar konur eiga henni það að þakka að þeim var tryggður kosningaréttur. Nú gefst íslendingum brátt kostur á að sjá Evitu á fjölunum í uppfærslu Pé-leikhópsins. Varla er að búast við eins mikilli heift hér á landi og í Argentínu þegar Madonna tók að sér hlutverk þjóðsagnapersónunnar. Hitt er svo annað mál hvernig viðbrögð okkar yrðu ef Madonna tæki að sér hlutverk Hallgerðar Langbrókar eða Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í kvikmynd? Kvcnnavcrkfall í Japan í mars sl. efndu nokkur hundruð konur í Tokyo í Japan til kvennaverkfalls að íslenskri fyrirmynd. Á myndinni er Mariko Mitsui blaðakona að lesa baráttukveðjur frá Kvennalistanum og heldur á niynd af Vigdísi Finnbogadóttur. Hugmyndin að verkfallinu kviknaði eftir að Mariko dvaldi hér á landi við að skrifa bók um ísland og tók m.a. viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem sagði frá kvennaverkfallinu 1975. I bréfi til Kvennalistans þakkar Mariko fyrir alþjóðlega systrasamstöðu íslenskra kvenna sem þær sýndu þeirn japönsku, m.a. með ráðleggingum uni hvernig framkvæma á kvennaverkfall. Kvcmmynd Gcirs Waai Ingibjörg Bergþórsdóttir frá Fljótstungu í Hvítársíðu sendi Veru eftirfarandi vísu sem hún orti eftir að hafa hlustað á stólræðu séra Geirs Waage í febrúar sl. Geir talaði um föstuna og barst talið að kjötkveðjuhátíðuin í Ríó þar sem honum varð tíðrætt urn mjög takmarkaðan og sundurgerðarlegan klæðnað kvenna sem sprikla þar á torgum og láta alveg eins og kjánar. Ekki gat hann þess að þar væri fólk af hinu kyninu. Því næst talaði hann um ólukkans forvitnina í kvenfólkinu sem fékk Evu til að láta undan tuðinu í höggorminum forðurn, eta og fá blessaðan sauðinn hann Adam til að eta epli af skilningstré góðs og ills. Orðrétt sagði klerkur svo Evu til málsbóta: „Samt var hún góð, saklaus og einföld eins og konur eiga að vera.“ Til staðfestingar því að stöku sinnum sé tekið eftir stólræðum presta, orti Ingibjörg: Upp tókst Guði: Einmitt svona Evu að gera ímynd karlsins innstu vona - einnig séra. Hún var einföld eins og kona á að vera. Karlaveldi Fílharmóníusveitarinnar í Vín riðar og flibbinn er farinn að þrengjast að strákunum í sveitinni. Nýlega gáfu hin ýmsu kvennasamtök í Bandaríkjunum út opinbera yfirlýsingu þar sem því er eindregið mótmælt að konur fái ekki inngöngu í hljómsveitina. Konurnar hvetja fólk eindregið til að sniðganga tónleika hljómsveitarinnar þegar hún heldur tónleika þar í landi á næstunni. Semsagt: Boy-kott í orðsins fyllstu merkingu! 5 ra

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.