Vera


Vera - 01.04.1997, Page 45

Vera - 01.04.1997, Page 45
Linda Blöndal segir aö gera þurfi könnun á kynferðislegri áreitni innan Háskólans. Erlendar kannanir sýna að 10-20% nemenda veröa fyrir kynferöislegri áreitni. trúa og jafnréttisnefndar Stúdentaráðs. Einnig var ákveðið að halda jafnréttisdaga í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn var haldinn í febrúar. Þá voru haldnir fjórir fundir: Kyn- ferðisleg áreitni, Eiga strákar tölvuöldina? Afbrot kvenna og karla og Kynþokki: fjötrar eða frami? Seinni hluti jafnréttisdaga verður haldinn í vor en nú er ný stjórn tekin við inn- an Stúdentaráðs og ný jafnréttisnefnd því einnig. Það er líka ætlunin að fá þingmenn úr öllum flokkum á fund til að greina frá stefnu sinni og afrekum í jafnréttismálum. Sá fund- ur verður samstarf milli mín og Politica, fé- lags stjórnmálafræðinema. Framundan er að reyna að afla fjár til að gera könnun á kyn- ferðislegri áreitni og því hvað ræður náms- vali stúdenta. Eg er að vinna að því að þýða bækling sem gefinn var út í bandarískum há- skóla um kynferðislega áreitni. Ætlunin er að dreifa honum á meðal allra stúdenta. Einnig stefni ég að því að koma jafnréttismálum inn í Stúdentablaðið á næstunni sem þemaefni. Stúdentablaðið hefur staðið sig illa í því að sinna jafnréttismálum. Þess vegna ákvað ég að gefa út minn eigin mánaðarlega dreifi- blöðung sem ég nefni „Kynleg tíðindi" og dreift hefur verið á allar kaffistofur háskól- ans. Þetta er litríkur pési sem hvarf sam- stundis af öllum borðum og mun ég því prenta hann í viðbótarupplagi og dreifa aftur þar til næsta eintak er tilbúið. í blöðungnum er kornið á framfæri staðreyndum um ástand jafnréttismála í Háskólanum og í þjóðfélag- inu almennt. Þetta er svona útrásarblöðung- ur þar sem stúdentar geta líka komið skoð- i unum sínum á framfæri og skrifað greinar um jafnréttismál." SEE framhald af bls. 13 t Íö/iíjt//1 t .. er ekki lokið. Aukið harðræði og safndrátt- ur í þjóðfélaginu bitnar fyrst á konum. Þetta má til dæmis sjá á þróun mála hjá Lánasjóði íslenskra Námsmanna. Stöðugt er verið að þrengja að námsmönnum og gera þeim erfið- ara um vik að stunda háskólanám og sú þró- un bitnar harkalegast á konum með börn. Að mínu mati er jafnrétti til náms grundvall- aratriði í jafnréttisbaráttunni. Við þurfum menntaðar konur til valda til jafns við karla. Konur sem stjórna. Konur sem taka ákvarð- anir og standa vörð um málefni kvenna. Að sama skapi snýst jafnréttisbaráttan líka um það að fá þau mál sem eru konum mikilvæg viðurkennd og tekin gild. Þar virðist enn langt í land. Dæmigerð „kvennastörf" sem snúa að uppeldi og umönnun eru undan- tekningalaust láglaunastörf. Það getur vel verið að kvennabaráttan sé að breytast. Barátta ‘68 kynslóðarinnar var beitt og opinská og ýmsu fórnað fyrir mál- staðinn. Mín kynslóð er kannski enn að jafna sig og finna sér sínar eigin baráttuað- ferðir, en þegar ég horfi á yngri systur mínar og dóttur þá finn ég sterkt til skyldu rninnar að standa vörð um stöðu okkar og rétt og halda umræðunni áfram lifandi. Eftir að hafa verið við nám í Englandi síðustu þrjú árin, með fjölskyldu, geri ég mér betur grein fyrir að ýmislegt hefur áunnist í áratugabar- áttu íslenskra kvenna. Á Bretlandi er fæð- ingarorlof aðeins sex vikur og svo mikill hörgull á dagheimilisplássi að það er næstum óhugsandi fyrir konur með börn að stunda háskólanám. Vegna þess hversu menntun er dýrkeypt í Bretlandi eru enn uppi skoðanir eins og hjá nágrannakonu minni sem trúði mér fyrir því að ef hún myndi eignast strák myndi hún gera allt til þess að hann kæmist í einkaskóla, en ef hún fengi stelpu þá skipti menntun ekki eins miklu máli. Sorglegt. „í eðli þínu ertu bara reglulega kvenleg Signý,“ söng mamma á kvennafrídeginum 1975. Söngurinn um Signýju sem kæfði metnaðinn og tók loks sjálf að mjálma undir talkórinn um sitt eigið kvenlega eðli. Við erum held ég allt of margar sem heyrumst í þeim talkór. Það togast á í manni skyldur og þrár, og oft er erfitt að vita hverju maður á að fórna og fyrir hvað. Móðureðlið er sterkt og umhyggjan fyrir fólkinu sínu, á sama tíma og hin skapandi þörf manneskjunnar og löngunin til þess að fá að njóta sín og hæfi- leika sinna togar á móti. Það er sú löngun sem brennur í brjóstinu! Þess vegna tek ég undir með örninu og mömmu og kyrja áfram jafnrétissönginn. 45 v£ra

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.