Ritmennt - 01.01.2001, Page 13
RITMENNT 6 (2001) 9-26
Ögmundur Helgason
Helstu prentaðar slcrár
um íslenslc handrit
Hér er gerð grein fyrir þeim skrám sem hafa verið prentaðar um íslensk eða að
minnsta kosti að mestum hluta íslensk handrit í erlendum, einkum dönskum og
sænskum, söfnum sem og skrám er hafa verið gefnar út um þetta efni hér heima.
Einnig er getið um nokkrar aðrar erlendar skrár almenns efnis þar sem helst er að
finna skrif eftir íslenska menn eða á íslensku máli.
Sá áhugi sem kviknaði á ofanverðum miðöldum á fornum
menntum, grískum og rómverskum, þróaðist löngu síðar til
þess sem nefnt hefur verið evrópskt endurreisnarskeið og varð
til þess á síðari hluta 16. aldar að lærðir menn tólcu að líta sér
nær og huga að eigin fortíð, meðal annars hér á Norðurlöndum.
Talið er að fyrsta íslenska handritið hafi verið gefið úr landi árið
1588, en það er þó Arngrímur Jónsson lærði sem noklcru síðar
varð fyrstur manna til að vekja verulega athygli á arfi íslendinga
í þessu viðfangi. Málin skýrðust þó einkum eftir að Arngrímur
tók upp bréfaskipti við Ole Worm, fornfræðing og prófessor við
Kaupmannahafnarháskóla, 1626, þannig að frá þeim tíma megi
tala um fornmenntastefnu sem beindi sjónum að hinum íslensk-
norrænu handritum. Á stjórnarárum Friðriks III. Danakonungs
um og eftir miðja 17. öld efldust rnjög áhrif þessarar stefnu í ríki
lians, sem og í Svíaveldi, og þá hófst formleg söfnun Dana á ís-
lenskum handritum hér á landi sem síðan höfnuðu flest í Kon-
unglega bókasafninu í Kaupmannahöfn. Mörg handrit týndust
þó með skipum í hafi, svo sem þegar Hannes Þorleifsson um-
boðsmaður konungs fórst með allan söfnunarfeng sinn árið
1682.
Skömmu síðar hófu Svíar einnig að safna íslenskum handrit-
um, og var það Jón Eggertsson sem dró þeim að líkindum drýgst-
9