Ritmennt - 01.01.2001, Side 15
RITMENNT
HELSTU PRENTAÐAR SKRÁR
an hlut árið 1683. Danir lögðu síðan bann við ferðum þeirra
hingað til lands í þessum erindagerðum árið 1685. Þrátt fyrir
þetta tókst Svíum þó að eignast drjúgt safn handrita á þessu
tímabili.
Árið 1683 fór Árni Magnússon til náms í Kaupmannahöfn.
Hann tók brátt að koma sér upp eigin handritasafni, og varð hon-
um ekki síst ríkulega til fanga á árunum 1702-12 þegar hann
vann ásarnt Páli Vídalín að jarðabók yfir allt landið og dvaldist
hér löngurn stundum. Þegar tímar liðu varð til fyrir hans atbeina
hið stærsta og að mörgu leyti verðmætasta safn hins forna ís-
lenska handritaarfs. Hluti þessara handrita varð síðan eldi að
bráð haustið 1728, sem og handrit er áslcotnast höfðu Kaup-
mannahafnarháskóla. Árni lést 1730 og hafði þá ánafnað háskól-
anum safn sitt.1
Fyrsta prentaða handritaskráin - skrá Jóns Eiríks-
sonar 1786
Skráning íslenskra handrita, sem og annarra handrita á Norður-
löndum, var lengst af lítt tíðkuð og alls ekki felld í neins konar
afmarkað kerfi eða settar fastar reglur um notkun þeirra í hinum
opinberu söfnum. Var dæmi um að handrit úr Konunglega bóka-
safninu kæmi í ljós í dánarbúi án þess að fyrir því fyndist nokk-
ur stafur að það hefði verið lánað úr safninu.2
Árið 1781 varð Jón Eirílcsson bókavörður við Konunglega
bókasafnið, og það kom í hans hlut að gefa út fyrstu prentuðu
skrána yfir handrit safnsins árið 1786, Udsigt over den gamle
Manuscript-Samling i det store Kongelige Bibliothek. Var að
mestum hluta um að ræða það sem lcalla mætti efnisflokkaða
skrá að þeirra tíma skilgreiningu þar sem fyrst var sett í róm-
verska töluliði: I. Det Theologislce [...] II. Historia Biblica &.
Ecclesiastica exot. Cum apparatu juris Canonici nec non Litur-
gici [...] III. Det philosophiske Fag [...] o.s.frv. Áður hafði forveri
Jóns, J.H. Schlegel, lcomið með hugmyndir um eins konar nor-
ræna deild innan safnsins, og byggði Jón slcrá sína að noklcru á
1 Um þessi efni má víða lesa, svo sem í bók Jóns Helgasonar, Handritaspjalli.
Sjá til dæmis einnig nýlega grein Peter Springborg, De islandske hándskrifter
og „hándskriftsagen".
2 Carl S. Petersen, Det kongelige Biblioteks Haandskriftsamling, bls. 9.
Uitlíí SYlUKSBOír .
Sveinn Pálsson. Æfisaga Jóns
Eyríkssonar... Kaupmannahöfn 1828.
Jón Eiríksson.
11