Ritmennt - 01.01.2001, Side 32

Ritmennt - 01.01.2001, Side 32
GUNNAR SVEINSSON RITMENNT Ég fór að sjá séra Rögnvald sem er nýkominn að heiman með fjölskyldu sína, hann kom með handrita skrárnar mínar, fann Dr. Jón Þorkels- son, sem gjarnan vill fá safn mitt, en gat ekki sinnt því, krónan er sem næst einlcis virði, og peninga hagur landsins voðalegur. Var þetta þau úrslit, sem ég hafði helzt búist við að þessu sinni. (35/117-18). Þrátt fyrir þessi málalok var það ósk Sig- mundar að handrit hans, 130 að tölu, færu heim til Islands, og þar höfnuðu þau sem gjöf í handritadeild Landsbókasafns íslands árið 1925, ári eftir andlát hans.3 í þessum handritum skilaði sér vestan um haf „með- al annars þjóðfræðilegt efni sem ekki verður fundið annars staðar í íslenskum heimild- um."4 Áður höfðu safninu borist 67 handrit sem Sigmundur sendi frá því um tvítugt og síðar í handritasafn Hins íslenska bók- menntafélags í Kaupmannahöfn.5 Með þessi 197 handrit í huga er vert að minnast hans hér með því að gera lauslega grein fyrir ævi hans og fræðimennsku. Auk bóka- og handritasöfnunar Sigmund- ar er vert að geta þess að hann safnaði forn- gripum sem hann getur stundum um, til dæmis árið 1865. (8/41, 57). Hinn 7. júní 1875 stendur í dagbók hans að hann sendi Forngripasafninu 27 muni og skýrslu með. (18/33). Áður en lengra er haldið skal Sigmundi lýst að nokkru og farið þar eftir umsögn tveggja kunningja hans vestra. Séra Rögn- valdur Pétursson lýsir honum þannig í minningarorðum: Sigmundur var fremur hár maður vexti, en svar- aði sér vel, bláeygur og bjartur yfirlitum.6 Einnig segir séra Rögnvaldur aö Sigmundur hafi verið afar sparneytinn og sérstakur hirðu- og reglumaður, áreiðanlegur og strangheiðarlegur í öllum viðskiptum. Baldwin L. Baldwinson, ritstjóri Heims- kringlu, hafði þetta um Sigmund að segja rúmlega sjötugan árið 1912: Sigmundur er maður gáfaður og margfróður. Mun hafa varið flestum frístundum æfi sinnar til lesturs fróðlegra bóka. Enda nú sagður að eiga einkar verðmætt bóka- og blaða-safn, ásamt með mörgum gömlum, en óprentuðum handritum ís- lenzkum, sem margur hefur haft ágirnd á að eignast, en ekki fengið, því að Sigmundur er fast- ur í lund og eins tryggur bókum sínum eins og hann er hverju því starfi, sem hann gengur að.7 Aðrir sem um Sigmund hafa skrifað taka í sama streng. Þarna fór bersýnilega maður sem fórnaði venjulegum lífsgæðum fyrir 3 Skrá Sigmundar um handritasafn hans er í tveimur bindum, Lbs 2154-55 4to. Þar eru handritin talin vera 120 en eru í raun 90 þar eð hann telur dagbæk- ur sínar með hverja fyrir sig. Þessi handrit skiluðu sér öll nema tvö heim til íslands. Nr. 26 var kvæða- bók í 8vo, 144 bls. eða fleiri. Þar skrifar Sigmundur á spássíu: „20/9 1922. NB. Þessari bók er fargað." Einnig vantar nr. 69 sem var „Stór bók með hendi Sigfúsar Sveinssonar. 4to." Á henni voru 18 sögur og efnisyfirlit á bls. 560. 4 Ogmundur Helgason: Handritasafn Landsbókasafns 150 ára, 1846-1996. Ritmennt 2 (1997), bls. 20. 5 Árið 1872 (6. maí) skrifaði Sigmundur Jóni Sigurðs- syni forseta í Kaupmannahöfn bréf. „Með því ætla eg að senda 12 handrit og 18ján bækur prentaðar." (15/22). I Lbs 2222 8vo eru skrár um fjórar sending- ar Sigmundar til deildar Hins íslenska bókmennta- félags í Kaupmannahöfn: Hinn 4. september 1884 sendi hann fjórtán handrit og þrjár prentaðar bæk- ur. (21/291). Aftur sendi hann sautján gamlar bæk- ur og átta handrit 4. nóvember 1887. (24/48). Árið eftir (28. október) sendi hann skinnblað frá 1516. (24/119). Loks sendi hann tvö handrit frá mági sín- um, Magnúsi Einarssyni, 19. júní 1889 (25/34) og eru þau talin hér með handritum Sigmundar. Sjá um Magnús bls. 33 og nmgr. þar nr. 15. 6 Heimskringla, 28. janúar 1925; endurprentað í Óðni 25 (1929), bls. 46. 7 Heimskringla, 7. nóvember 1912. 28
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.