Ritmennt - 01.01.2001, Side 39

Ritmennt - 01.01.2001, Side 39
RITMENNT SIGMUNDUR MATTHÍASSON LONG, 1841-1924 Sigmundur hefur heyjað fyrir sjálfan sig á sumrin og nefnir sjö bagga síðsumars 1867. (10/76). Sigmundur kvennaljómi Hér framar var vikið nokkuð að afar sterkri hneigð föður og afa Sigmundar til kvenna. Svo fór að vonurn að Sigmundur átti í mikl- um brösum með að halda ástalífi sínu í þokkalegum skorðum. Hann er farinn að veita stúlkum athygli þegar á ellefta ári: Er hún Rósa allra drósa prýði, fær hún hrós af hverjum hal, hún er ljós í vorum sal.22 A sextánda ári lcveður hann svo: Anna heitir sniðug snót, snotur yngis píka; ástar veitti eg henni hót og hún mér aftur líka.23 Eins og hér má sjá hóf Sigmundur vísnagerð á barnsaldri. Hann skráði lcveðskap sinn í tvö bindi með heitinu „Smámunir eða Kveðlingasafn alls 507 blaðsíður í átt- blöðungsbroti (Lbs 2185-86 8vo). Kveðskap- ur hans má teljast í góðu meðallagi miðað við afurðir hagyrðinga um hans daga. Hann fór sneinma að yrkja tækifærisvísur og sveitarbragi og glíma við erfiða bragarhætti. Auðvitað gerir hann ástarvísur til vin- lcvenna sinna, og elcki er laust við að hann finni dálítið til sín sem kvennabósi þegar hann lítur um öxl 1868: Eflaust mundi bregða í brá bauga njótum fínu, ef eg segði öllu frá ástabralli mínu.24 Ekki fer sögum af ástamálum Sigmundar fram til þess tíma er hann var vinnumaður í Gilsárteigshjáleigu, 1862-65. Bóndi þar hét Sigfús Rafnsson og húsfreyja Sigurborg Gísladóttir, tæpum ellefu árum eldri en vinnumaðurinn. Sigmundur orti „Búaslag eða Bændanöfn í Eiðaþinghá 1859", og þar er 35. vísan um hjónin í Gilsárteigshjáleigu: I Hjáleigu lyndis deigur varla fyrir sorgar Sigfús lýð, Sigurborg er konan fríð.25 Þremur árum síðar, vorið 1862, var „konan fríð" orðin húsmóðir Sigmundar. Þar voru þá fjögur börn í búi, fædd á árunum 1851-58 og önnur fjögur bættust við 1863-67. Hann ritar þetta í dagbók sína 8. október 1863: „Slcrifaði bréf fyrir Sigurborgu með fleiru" (6/80) án skýringar á síðustu tveimur orðun- um. En venjulegum meðgöngutíma síðar, 6. júlí 1864, fæddi húsmóðirin dóttur sem skírð var Jakobína og Sigmundur var vafa- laust faðir að þótt Sigfús bóndi væri eðlilega slcráður svo í prestsþjónustubók Eiða. Víst er um það að Sigmundur lét sér ætíð annt um Bínu sína og skrifaðist á við hana bæði heima á Islandi og í Ameríku eftir að þau bæði voru komin þangað.26 Hún var tvígift 22 Smámunir eða Kveðlingasafn [...] I. Lbs 2185 8vo, bls. 3. 23 Tilv. rit, bls. 23. 24 Tilv. rit, bls. 219. Bauga njótar = menn. 25 Tilv. rit, bls. 61. Sigmundur ritar „valla" í stað „varla" í 1. vísuorði. 26 Aftast í 19. dagbókarkveri sínu 1894 (Lbs 2141 8vo) telur Sigmundur upp börn sln 1 aldursröð. Þar er Jakobina fyrst í röðinni og 31. desember 1872 nefn- ir hann í dagbók sinni „hana B(ínu) rnína, aumingja barnið mitt." (15/60). Hér er ekki um að villast að feðrun í kirkjubók er röng. 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.