Ritmennt - 01.01.2001, Page 39
RITMENNT
SIGMUNDUR MATTHÍASSON LONG, 1841-1924
Sigmundur hefur heyjað fyrir sjálfan sig á
sumrin og nefnir sjö bagga síðsumars 1867.
(10/76).
Sigmundur kvennaljómi
Hér framar var vikið nokkuð að afar sterkri
hneigð föður og afa Sigmundar til kvenna.
Svo fór að vonurn að Sigmundur átti í mikl-
um brösum með að halda ástalífi sínu í
þokkalegum skorðum. Hann er farinn að
veita stúlkum athygli þegar á ellefta ári:
Er hún Rósa allra drósa prýði,
fær hún hrós af hverjum hal,
hún er ljós í vorum sal.22
A sextánda ári lcveður hann svo:
Anna heitir sniðug snót,
snotur yngis píka;
ástar veitti eg henni hót
og hún mér aftur líka.23
Eins og hér má sjá hóf Sigmundur vísnagerð
á barnsaldri. Hann skráði lcveðskap sinn í
tvö bindi með heitinu „Smámunir eða
Kveðlingasafn alls 507 blaðsíður í átt-
blöðungsbroti (Lbs 2185-86 8vo). Kveðskap-
ur hans má teljast í góðu meðallagi miðað
við afurðir hagyrðinga um hans daga. Hann
fór sneinma að yrkja tækifærisvísur og
sveitarbragi og glíma við erfiða bragarhætti.
Auðvitað gerir hann ástarvísur til vin-
lcvenna sinna, og elcki er laust við að hann
finni dálítið til sín sem kvennabósi þegar
hann lítur um öxl 1868:
Eflaust mundi bregða í brá
bauga njótum fínu,
ef eg segði öllu frá
ástabralli mínu.24
Ekki fer sögum af ástamálum Sigmundar
fram til þess tíma er hann var vinnumaður í
Gilsárteigshjáleigu, 1862-65. Bóndi þar hét
Sigfús Rafnsson og húsfreyja Sigurborg
Gísladóttir, tæpum ellefu árum eldri en
vinnumaðurinn. Sigmundur orti „Búaslag
eða Bændanöfn í Eiðaþinghá 1859", og þar
er 35. vísan um hjónin í Gilsárteigshjáleigu:
I Hjáleigu lyndis deigur varla
fyrir sorgar Sigfús lýð,
Sigurborg er konan fríð.25
Þremur árum síðar, vorið 1862, var „konan
fríð" orðin húsmóðir Sigmundar. Þar voru
þá fjögur börn í búi, fædd á árunum 1851-58
og önnur fjögur bættust við 1863-67. Hann
ritar þetta í dagbók sína 8. október 1863:
„Slcrifaði bréf fyrir Sigurborgu með fleiru"
(6/80) án skýringar á síðustu tveimur orðun-
um. En venjulegum meðgöngutíma síðar, 6.
júlí 1864, fæddi húsmóðirin dóttur sem
skírð var Jakobína og Sigmundur var vafa-
laust faðir að þótt Sigfús bóndi væri eðlilega
slcráður svo í prestsþjónustubók Eiða. Víst
er um það að Sigmundur lét sér ætíð annt
um Bínu sína og skrifaðist á við hana bæði
heima á Islandi og í Ameríku eftir að þau
bæði voru komin þangað.26 Hún var tvígift
22 Smámunir eða Kveðlingasafn [...] I. Lbs 2185 8vo,
bls. 3.
23 Tilv. rit, bls. 23.
24 Tilv. rit, bls. 219. Bauga njótar = menn.
25 Tilv. rit, bls. 61. Sigmundur ritar „valla" í stað
„varla" í 1. vísuorði.
26 Aftast í 19. dagbókarkveri sínu 1894 (Lbs 2141 8vo)
telur Sigmundur upp börn sln 1 aldursröð. Þar er
Jakobina fyrst í röðinni og 31. desember 1872 nefn-
ir hann í dagbók sinni „hana B(ínu) rnína, aumingja
barnið mitt." (15/60). Hér er ekki um að villast að
feðrun í kirkjubók er röng.
35