Ritmennt - 01.01.2001, Side 45
RITMENNT
SIGMUNDUR MATTHÍASSON LONG, 1841-1924
vel líkað." (11/24). Þau Sigmundur og Helga
skrifuðust á, og hann heimsótti hana að
Nesi í ársbyrjun 1869 og gisti eina nótt.
(12/1). Aftur gistir hann í Nesi og er dag um
kyrrt, 5.-6. mars 1870. í dagbókinni stendur
þetta: „Talaði margt og mikið við H(elgu)
m(ína) um hag okkar." (13/16). Hér virðast
framtíðaráform hafa verið rædd í alvöru. I
ágúst sama ár gisti Sigmundur enn í Nesi
(13/54) og loks í maí 1871. (14/33). Eftir það
skrifar hann ,,H(elgu) m(inni) á Nesi" í
ágúst 1873 (16/46) og síðan hverfur hún úr
dagbókinni góðu.34
Næst koma tvær Guðrúnar til sögunnar:
Þorsteinsdóttir og Benjamínsdóttir. Guð-
rún Þorsteinsdóttir (f. 1853) var á þessum
árum vinnukona á Hreimsstöðum og Hrjóti
í Hjaltastaðaþinghá, „myndarstúlka og
greind."35 Sigmundur getur hennar fyrst 2.
nóvember 1872. Þar segist hann hafa verið
hjá þremur lconum og er nú aðeins vitað
hver ein þeirra var: „G(uðrún) m(ín) Þ(or-
steins)d(óttir), h(ún) v(ar) m(ér) o(fur) g(óð)."
(15/50). Og 2. janúar 1873 slcrifar hann í dag-
bók sína: „Nú er svo komið, að mér er orð-
ið mjög vel við G. Þ.d. og henni eins við
mig, já líklega allt of vel eftir kringum-
stæðonum. Guð hjálpi okkur. V(ar) h(já)
h(enni) þ(essa) n(ótt). Guð launi henni allt
gott." (16/2). Síðan skrifast þau á og Sig-
mundur heimsækir hana þegar hann getur
komið því við. Hann skrifar henni síðasta
bréfið 30. desember 1873 (16/71) og fréttir
trúlofun hennar litlu síðar, 15. janúar 1874.
(17/6). Guðrún giftist Metúsalem Ólasyni
frá Útnyrðingsstöðum á Völlum 1875, hálf-
hróður Guðrúnar Einarsdóttur ráðskonu
Sigmundar. Þau hjónin fóru til Ameríku
með tvo syni árið 1876.36
Guðrún María Benjamínsdóttir var bróð-
urdóttir húsbónda Sigmundar í Hamragerði
og hafði lcomið þangað eftir fermingu vorið
1869 (f. 1855). Þannig höfðu þau Sigmundur
verið samvistum á unglingsárum hennar en
nú var hún orðin fullvaxta og því elcki til
setunnar boðið þótt erfiðara væri með sam-
fundi eftir að hann var lcominn á Seyðis-
fjörð. Hinn 24. júní 1873 fær hann bréf „frá
G(uðrúnu) m(inni) B(enjamíns)d(óttur)" og
skrifar henni aftur 26. sama mánaðar.
(16/35). Síðan halda bréfaskipti áfram og
Sigmundur gerir sér ferðir að Hrjót í Hjalta-
staðaþinghá þar sem hún er í vist, gistir þar
og ritar sér til minnis 11. janúar 1875: „Var
í n(ótt) h(já) G. m. B.d., h(ún) v(ar) u(ndur)
g(óð) v(ið) m(ig). G(uð) l(auni) h(enni) a(llt)
að f(ornu) og n(ýju)." (18/4). Vorið 1875
réðst hún í vist að Brimnesi yst við Seyðis-
fjörð norðanverðan. Og 4. febrúar 1876 fer
hann út að Brimnesi, „þar nótt, lengi að tala
við G(uðrúnu) m(ína) B(enjamíns)d(óttur),
e(lsku) v(inu) m(ína)." (19/9). Þau skrifuðust
á fram á mitt ár 1878 (20/26), og hún kom í
vertshúsið í mars 1879 og þá er aðeins skráð
„G. B.d." í dagbókina en eklci ,,m(ín)."
(20/65). Þá var Sigmundur kvæntur eins og
rakið verður í næsta kafla. Guðrún giftist
1887 Ólafi Jóhannessyni úr Loðmundarfirði
34 Helga Rustíkusdóttir giftist Valtý Valtýssyni frá
Gilsárteigi í Eiðaþinghá 10. júlí 1874, og bjuggu þau
lengi í Nesi í Loðmundarfirði. Meðal barna þeirra
var Helgi Valtýsson, ritstjóri og rithöfundur.
35 Einar Jónsson. Ættii Austfiiðinga 1. bindi. Reykja-
vík 1953, bls. 305. Guðrún var systkinabarn við
Magnús Stefánsson - Örn Arnarson, skáld, sjá tilv.
rit, bls. 304, 3. nmgr.
36 Júníus H. Kristinsson. Vestuifaiaskiá 1870-1914,
bls. 37,- Longætt II, bls. 770, 23. nmgr.
41