Ritmennt - 01.01.2001, Page 45

Ritmennt - 01.01.2001, Page 45
RITMENNT SIGMUNDUR MATTHÍASSON LONG, 1841-1924 vel líkað." (11/24). Þau Sigmundur og Helga skrifuðust á, og hann heimsótti hana að Nesi í ársbyrjun 1869 og gisti eina nótt. (12/1). Aftur gistir hann í Nesi og er dag um kyrrt, 5.-6. mars 1870. í dagbókinni stendur þetta: „Talaði margt og mikið við H(elgu) m(ína) um hag okkar." (13/16). Hér virðast framtíðaráform hafa verið rædd í alvöru. I ágúst sama ár gisti Sigmundur enn í Nesi (13/54) og loks í maí 1871. (14/33). Eftir það skrifar hann ,,H(elgu) m(inni) á Nesi" í ágúst 1873 (16/46) og síðan hverfur hún úr dagbókinni góðu.34 Næst koma tvær Guðrúnar til sögunnar: Þorsteinsdóttir og Benjamínsdóttir. Guð- rún Þorsteinsdóttir (f. 1853) var á þessum árum vinnukona á Hreimsstöðum og Hrjóti í Hjaltastaðaþinghá, „myndarstúlka og greind."35 Sigmundur getur hennar fyrst 2. nóvember 1872. Þar segist hann hafa verið hjá þremur lconum og er nú aðeins vitað hver ein þeirra var: „G(uðrún) m(ín) Þ(or- steins)d(óttir), h(ún) v(ar) m(ér) o(fur) g(óð)." (15/50). Og 2. janúar 1873 slcrifar hann í dag- bók sína: „Nú er svo komið, að mér er orð- ið mjög vel við G. Þ.d. og henni eins við mig, já líklega allt of vel eftir kringum- stæðonum. Guð hjálpi okkur. V(ar) h(já) h(enni) þ(essa) n(ótt). Guð launi henni allt gott." (16/2). Síðan skrifast þau á og Sig- mundur heimsækir hana þegar hann getur komið því við. Hann skrifar henni síðasta bréfið 30. desember 1873 (16/71) og fréttir trúlofun hennar litlu síðar, 15. janúar 1874. (17/6). Guðrún giftist Metúsalem Ólasyni frá Útnyrðingsstöðum á Völlum 1875, hálf- hróður Guðrúnar Einarsdóttur ráðskonu Sigmundar. Þau hjónin fóru til Ameríku með tvo syni árið 1876.36 Guðrún María Benjamínsdóttir var bróð- urdóttir húsbónda Sigmundar í Hamragerði og hafði lcomið þangað eftir fermingu vorið 1869 (f. 1855). Þannig höfðu þau Sigmundur verið samvistum á unglingsárum hennar en nú var hún orðin fullvaxta og því elcki til setunnar boðið þótt erfiðara væri með sam- fundi eftir að hann var lcominn á Seyðis- fjörð. Hinn 24. júní 1873 fær hann bréf „frá G(uðrúnu) m(inni) B(enjamíns)d(óttur)" og skrifar henni aftur 26. sama mánaðar. (16/35). Síðan halda bréfaskipti áfram og Sigmundur gerir sér ferðir að Hrjót í Hjalta- staðaþinghá þar sem hún er í vist, gistir þar og ritar sér til minnis 11. janúar 1875: „Var í n(ótt) h(já) G. m. B.d., h(ún) v(ar) u(ndur) g(óð) v(ið) m(ig). G(uð) l(auni) h(enni) a(llt) að f(ornu) og n(ýju)." (18/4). Vorið 1875 réðst hún í vist að Brimnesi yst við Seyðis- fjörð norðanverðan. Og 4. febrúar 1876 fer hann út að Brimnesi, „þar nótt, lengi að tala við G(uðrúnu) m(ína) B(enjamíns)d(óttur), e(lsku) v(inu) m(ína)." (19/9). Þau skrifuðust á fram á mitt ár 1878 (20/26), og hún kom í vertshúsið í mars 1879 og þá er aðeins skráð „G. B.d." í dagbókina en eklci ,,m(ín)." (20/65). Þá var Sigmundur kvæntur eins og rakið verður í næsta kafla. Guðrún giftist 1887 Ólafi Jóhannessyni úr Loðmundarfirði 34 Helga Rustíkusdóttir giftist Valtý Valtýssyni frá Gilsárteigi í Eiðaþinghá 10. júlí 1874, og bjuggu þau lengi í Nesi í Loðmundarfirði. Meðal barna þeirra var Helgi Valtýsson, ritstjóri og rithöfundur. 35 Einar Jónsson. Ættii Austfiiðinga 1. bindi. Reykja- vík 1953, bls. 305. Guðrún var systkinabarn við Magnús Stefánsson - Örn Arnarson, skáld, sjá tilv. rit, bls. 304, 3. nmgr. 36 Júníus H. Kristinsson. Vestuifaiaskiá 1870-1914, bls. 37,- Longætt II, bls. 770, 23. nmgr. 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.