Ritmennt - 01.01.2001, Side 54

Ritmennt - 01.01.2001, Side 54
GUNNAR SVEINSSON RITMENNT Sveif á mig við saghestinn, sá er happatregur; hann er eins og eigandinn eitthvað bölvanlegur/’0 Sögunarvinnan var illa launuð eins og segir í grein séra Friðriks J. Bergmanns hér fram- ar. Árið 1902 var greitt $1,50 á dag,61 eða 15 cent á klukkustund, hafi vinnudagurinn verið tíu stundir. Sumarhitinn gat farið yfir 40 gráður og vetrarfrostin niður fyrir 40. Útivinnan reyndi því mikið á. Oftast nær hafði Sigmundur nóg að gera en gelclc stund- um illa að fá vinnu sína greidda. Hann hef- ur því ekki haft mikið fyrir sig að leggja framan af. En hann var sparsamur og nægju- samur og lét varla annað eftir sér en að kaupa bækur og band á þær og notuð frí- merki sem hann safnaði af áhuga. Hann fór og stöku sinnum í leikhús og hringleilcahús (sirkus) þar sem hann hafði mikla ánægju af að sjá „ýmsar líkama æfingar" og dýr sem hann telur upp. (25/281; 28/50). Hann var dýravinur að eðlisfari, átti hund á vinnu- mennskuárum sínum og kött í Winnipeg.62 Flug gæsanna norður og suður skráir hann í dagbók sína: „Gæsir á suðurleið." (30/289). Honum finnst ástæða til að skrá það í októ- her 1895 að hann hafi séð „böffelnaut." (27/50). Fyrsta veturinn í Winnipeg, 1890-91, lék Sigmundur hlutverk í leikriti í annað slcipt- ið.63 Það var í Erasmus Montanus eftir Ludvig Holberg, og var leilcið tvívegis, 26. og 28. febrúar, í Félagshúsinu í Winnipeg. (25/123). Bergsveinn bróðir hans fór skemmtiferð heim til íslands haustið 1896 og Sigmundur sagðist „með ánægju hafa far- ið með alfarinn, því ekki get eg sagt að eg uni mér hér vel, og ber margt til þess, en mig vantar slcildingana, og er elcki fyrir neinum að lcvarta, nema láta líða og bíða í drottins nafni." (27/116). Árið 1904 bauðst mágur hans, Jóhannes Reykdal, fram- kvæmdastjóri í Hafnarfirði, til að styrlcja hann til að koma lieim aftur ef hann vildi. (30/69). Af þessu varð elcki og mun ástæðan hafa verið sú að Sigmundi var það ávallt mikið kappsmál að standa á eigin fótum án aðstoðar annarra. Eftir þrettán ára veru vestra fór hagur Sig- mundar loks að vænkast. Árið 1902 fór hann að bera út blöð og tímarit, fyrst Dag- slcrá II og Heimskringlu og síðar Baldur, Freyju, Heimi, Fróða, Syrpu, Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar og einnig auglýsingar, fundarboð og fleira af því tagi. Hann fer að leggja peninga reglulega inn á banka, fyrst 6. júlí 1905. (30/117). Hann getur um hanlcainnstæðu sína 11. olctóber 1921, og var hún þá $ 837,24 „og finnst ég vera stór- ríkur, og það sem bezt er, að mér finnst ég hafa aflað þess með ærlegu móti." (35/118). Annars lifði hann afar fábreyttu lífi eins og hann ritar í dagbók sína 19. janúar 1896: „Ég heima, og er það minn fasti vani, þá hef eg líka nóg að gjöra, bæta föt mín, lesa og skrifa m(eð) fl(eiru)." (27/68). Lengstum var hann við góða heilsu en kvartar alloft um tannpínu og gilct. Þegar Sigmundur var á 70. aldursári 60 Smámunir eða Kveðlingasafn [...] II. Lbs 2186 8vo, bls. 111-12. 61 Heimskringla, 21. ágúst 1902, í frétt um félags- stofnun viðarsögunarmanna. 62 Dagbók 24. júlí 1919: „í dag renndu þeir á svarta kisa minn bifreið, svo hann dó auminginn." (34/221). 63 Hann hafði leikið í Jeppa á Fjalli á Seyðisfirði 1888, sjá bls. 47 hér framar. 50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.