Ritmennt - 01.01.2001, Síða 55
RITMENNT
SIGMUNDUR MATTHÍASSON LONG; 1841-1924
ákvað hann að talca á ný upp gamalt starf
sitt frá íslandsárunum, nefnilega bóksölu.
Hann birti eftirfarandi auglýsingu í
Heimskringlu í átta blöðum í röð, 6. októ-
ber - 24. nóvember 1910: „Notið tækifærið!
Ég sel með góðu verði mikið af bókum og
blöðum á íslenzku, dönsku, norsku og
ensku. Sigmundur M. Long, 790 Notre
Dame Ave.; Winnipeg." Þarna virðist hann
hafa ætlað að lceppa við N. Ottenson sem
hafði auglýst bókalista sína í Heimskringlu
áður en Sigmundur birti auglýsingar sínar
og einnig eftir það. Einnig starfaði H. S. Bar-
dal að bóksölu í Winnipeg til 1917 og Finn-
ur Jónsson eftir það. (34/74). Líklega hefur
lítið orðið úr þessari tilraun Sigmundar til
sjálfstæðs atvinnurekstrar enda honum of-
ætlun, svo óhægt sem hefur verið um öll
umsvif í herbergiskytru hans. Hann getur
hvergi um bókasölu sína í dagbókinni og
gekk að daglegum störfum sínum að vanda.
Hvergi er það að sjá af dagbókum Sig-
mundar að hann hafi tekið þátt í félagslífi
vestra nema í leikfélagi því sem stóð að sýn-
ingunni sem áður getur á Erasmusi Mont-
anusi. Hann sótti eklci fundi góðtemplara
þar sem Bergsveinn bróðir hans var dyggur
liðsmaður í áratugi né safnaðarfundi og
kom ekki í kirkju í nærfellt 22 ár;
1893-1915. Þó var hann sem áður getur ein-
lægur trúmaður og sagðist ekkert hafa á
móti klerkum og kirkju, „en messuform og
sumir kirkjusiðir hér líka mér ekki."
(33/102). Þarna í Winnipeg störfuðu mörg
félög, svo sem íslendingafélag, lcappræðu-
og skemmtifélagið Gaman og alvara,64
skemmtifélagið Vonin,65 og er ekki að sjá í
dagbókinni að Sigmundur hafi verið þar á
fundum. Lolcs skal hér nefnt Hagyrðingafé-
ÍB 421 4to, Brennu-Njáls saga með hendi fóns Magnús-
sonar á Sólheimum 1 Sæmundarhlíð í Skagafirði, bróð-
ur Arna Magnússonar handritasafnara og prófessors,
skrifað um 1720. Þetta er með bundnustu íslenskum
handritum sem varðveitt eru.
lagið í Winnipeg. í jólablaði Heimskringlu,
22. desember 1904, eru myndir og æviágrip
20 skálda í Vesturheimi og sextán hagyrð-
inga. Þar vantar Sigmund í hópinn og er þó
engan veginn víst að þessir sextán hafi allir
staðið honum framar í vísnagerð. En Sig-
mundur var ekki félagslyndur og vildi sitja
sem mest einn að iðju sinni, „... að öðru
leyti heima, uni því bezt," ritar hann á jóla-
64 Heimskringla, 28. nóvember 1889.
65 Tilv. rit, 5. desember 1889.
51