Ritmennt - 01.01.2001, Page 72

Ritmennt - 01.01.2001, Page 72
JÓN ÞÓRARINSSON RITMENNT ar], og hálfminnir mig," segir hann, „að það væri frekar einhvers staðar úr Hörgárdal en úr Fljótum." Aður hafði séra Bjarni ritað nokkuð um handrit þetta í þjóð- lagasafni sínu,2 kallar það „katólskt Antiphonarium frá Hólum í Hjaltadal" og telur það „mjög gamalt [...] skrifað ekki síðar en 1500". Hann getur þess að á blaði sem losnað hafi úr bandinu, en er nú og hefur líklega einnig þá verið fremst í bókinni, er áletr- un á latínu, dagsett 13. apríl 1647, sem segir bókina eign Hóla- kirkju. Séra Bjarna sýnast lögin í bókinni „ávallt nokkuð svipuð hvert öðru, og auðsjáanlega mjög keimlík hinum gamla gregori- anska söng." Hann getur þess til að „einmitt á þessa bók hafi þeir flutt messur sínar þar á staðnum [Hólastað], prestarnir og sjálfir biskuparnir, og þar á meðal einnig hinn síðasti þeirra, Jón bislcup Arason." Um þetta er það að segja, aulc þess sem kemur fram hér á eftir um aldur bókarinnar, að á hana hafa aldrei verið sungnar neinar messur, því að bókin er tíðasöngs- en eklci messubók. Hitt er ekki ofsögum sagt að lögin séu „keimlílc þeim gamla gregoríanslca söng", því að það sem hér er skráð er að stofni til ómengaður Gregorssöngur. Bjarna Þorsteinssyni er fullljóst að hér er elcki „um neina inn- lenda, íslenska músík að ræða", en telur þó bókina mjög merki- lega og auk þess lcunni einhver gömul íslenslc sálmalög að eiga hingað rætur að rekja. Hann tekur því í safn sitt „sýnishorn af tíðasöngnum á þrettánda eins og hann er í þessu handriti." Þar tekst þó eklci betur til en svo að fyrsta lagið sem hann tilfærir er ekki á þessum stað í handritinu, enda heyrir það til fyrsta sunnu- degi eftir þrettánda. I handritinu hefst þessi söngur á antifónu sem aðeins er vísað til með upphafsorðum, Tecum prin[cipium]. Hefur hún eflaust verið skrifuð litlu framar í bókinni og heyrir enn til tíðasöngs kaþólskra manna á jólum.3 Þessu sleppir séra Bjarni. Einnig gætir víða ónákvæmni í nótunum og er trúlegast að þar sé um að kenna slælegum prófarkalestri þegar þjóðlaga- safnið var prentað erlendis að höfundi fjarstöddum, því að hand- ritið var í eigu séra Bjarna og nóturnar eru víðast hvar auðlesn- ar. 2 Bjarni Þorsteinsson, bls. 195-206. 3 Liber usualis, bls. 412. 68
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.