Ritmennt - 01.01.2001, Side 78
JÓN ÞÓRARINSSON
RITMENNT
Þjóðminjasafn íslands.
Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup.
til aðventu taldir frá þrenningarhátíð (trinitatis) en ekki hvíta-
sunnu er eitt af lúterskum einkennum þessarar bókar.
A næst síðasta blaðinu er síðari hluti lofsöngsins Te Deum
laudamus og niðurlag hans, en fyrra hlutann vantar. Lofsöngur-
inn er ekki í beinu samhengi við annað efni bókarinnar en gæti
hafa verið í eins konar bókarauka. Þar gætu einnig hafa verið lög-
in við Magnificat og Benedictus sem annars er aðeins minnt á
með upphafsorðum (sjá bls. 76).
Síðasta blaðið er augljóslega úr annarri bók. Rithöndin er allt
önnur og fínlegri en á meginhluta handritsins, nótnastrengir átta
á hvorri síðu en aðeins fjórar línur í strengnum. Þetta blað hefur
ekki fylgt bókinni á hrakningum hennar á fyrri tíð. Það sést
glöggt á því að blöðin á undan, allt fram í miðja bólc, eru músét-
in að ofanverðu, hin síðustu svo að lesmál skerðist, en þetta blað
er stráheilt. En sú bók sem blaðið er úr hefur verið sama eða
svipaðs efnis og þessi. Slíkar bækur hafa trúlega verið til fleiri en
ein í skólunum báðum, í Skálholti og á Hólum. Á þessu blaði er
efni sem sungið hefur verið á jólaföstu (aðventu) og hefur það því
verið mjög framarlega í þeirri bók sem það heyrði til.
Antiphonarium Holense ber það með sér að hafa verið mikið
notað, enda ósennilegt að nokkur hefði ráðist í að skrifa eða láta
skrifa slíka bók um eða eftir 1570 ef elcki hefði verið þörf fyrir
hana. Slík þörf hefur verið brýn á bislcups- og skólasetrunum
báðum af þeim ástæðum sem nú slcal greina.
Siðaskipti urðu hér á landi þegar lögfest var kirkjuskipan sú
sem Kristján III. Danakonungur gaf út 2. september 1537. Hér á
landi fékk hún fyrst samþykki á Alþingi 1541, og þá aðeins fyrir
Skálholtsbiskupsdæmi, en fyrir Hólabiskupsdæmi ekki fyrr en
að Jóni biskupi Arasyni látnum 1551.1 kirkjuskipaninni eru ítar-
leg fyrirmæli um hvernig háttað skuli tíðasöng bæði á helgum
dögum og rúmhelgum, meðal annars í skólum og jafnvel klaustr-
um, svo og messusöng á helgidögum og hátíðum.11 Kirkjuskip-
anin átti að gilda fyrir allt veldi Danakonungs, en ýmislegt er þar
sem ekki gat átt við á íslandi sökum fámennis og strjálbýlis. Um
skólana á biskupssetrunum fór það svo að þeir lögðust niður um
skeið um siðaskiptin, og í þeim hefur víst aldrei verið sungið í
11 íslenskt fornbiéfasafn 10, bls. 127-38, 161-67, einnig217-21 (um barnaskóla).
74