Ritmennt - 01.01.2001, Page 79
RITMENNT
LATNESK TÍÐASÖNGSBÓK ÚR LÚTERSKUM SIÐ
samræmi við kirkjuskipanina. Þetta er staðfest í erindisbréfi
Páls Hvítfelds höfuðsmanns til íslandsferðar sem Kristján III. gaf
út 13. mars 1552, en aðalefni þess er að skólar skuli aftur settir
á stofn við dómkirkjurnar báðar, í Skálholti og á Hólum. Þar eru
eklci ítrekuð fyrirmæli kirkjuskipanarinnar um söng skólapilta,
en áhersla lögð á að þeir skuli, með leiðsögn skólameistara og
kennara, daglega „syngja og lesa biblíu söng og lesning eftir því
sem til forna gerðist og sungið var hér hjá dómkirlcjunni de tem-
pore" (þ.e. eftir tíðum lcirkjuársins).12
Efni þess handrits sem hér er til álita er einmitt slíkur söngur,
en „lesningin" hefur verið á öðrum bólcum. Allur texti er á lat-
ínu eins og „til forna gerðist" og raðað „de tempore". Bókin hef-
ur eflaust verið slcrifuð til afnota fyrir skólapilta á Hólurn í sam-
ræmi við fyrr nefnd fyrirmæli og gæti verið afrit eldri bókar sem
upphaflega hefði verið skrifuð að danskri eða þýskri fyrirmynd.13
í aldursgreiningu bókarinnar felst að hún er skrifuð undir
handarjaðri Guðbrands Þorlákssonar sem var rektor á Hólum frá
1569 þar til hann tók við biskupsembætti 1571. Það fer vart
milli mála að bókin er gerð með vitund hans og samþykki, ef
ekki beint að undirlagi hans. Hann hefur því vart þurft að fara í
grafgötur um efni hennar eða „kanna" hana sérstaklega til að
ganga úr skugga um að þar var ekki að finna efni í Grallara ætl-
aðan til almenns messusöngs í kirkjum landsins, eins og Páll
Eggert taldi líklegt. Að hinu má færa gild rök að Guðbrandur hafi
með þessari bók lagt vænan skerf til viðhalds fornum hefðum í
skóla sínum, þótt sú viðleitni hverfi í skugga þeirra afrelca sem
hann vann í þágu hins nýja siðar með útgáfustarfsemi sinni.
Þrennar tíðir heyra til hverjum helgum degi í þessari bók: lcvöld-
söngur, ad primas vesperas, sem sunginn er að kvöldi undanfar-
andi dags, en á helgideginum sjálfum er fyrst sunginn morgun-
söngur, þar sem fellt er saman matutinum og laudes, og síðan
kvöldsöngur, ad secundas vesperas. Hér slcal lýst stuttlega þess-
um söng eins og hann var þegar mest var við haft, á páslcum.14
12 íslenskt fornbréfasafn 12, bls. 355-60.
13 Á bls. 69 í handritinu er athugasemd: „Hic deest scribi aliquid [...]", sem e.t.v.
má skilja þannig að fyrirmyndin hafi verið skrifuð fremur en prentuð.
14 Bls. 66-70 í handritinu.
75