Ritmennt - 01.01.2001, Page 83

Ritmennt - 01.01.2001, Page 83
RITMENNT LATNESK TÍÐASÖNGSBÓK ÚR LÚTERSKUM SIÐ hætti, þótt einfölduð sé og hreinsuð af því sem siðaskiptamenn kölluðu „páfavillu". í henni er aðeins vísað stuttlega til hymna og sálma er finna mátti í sálmasöfnum sem víða voru til. í Hymni scholares (1687) er enginn réttnefndur tíðasöngur. Settir eru í fyrirrúm sálmar til „hversdagsnota", morgunsálmar fyrir hvern virkan dag og tveir fyrir sunnudaginn, síðan álíka margir kvöldsálmar. Þetta eru nær allt sálmar siðaskiptamanna, flestir frumortir á þýsku, sumir af sjálfum Marteini Lúther, en hefur snemma verið snúið á latínu, líklega í Þýskalandi.23 Meginefnið er þó sálmarnir sem raðað er eftir hátíðum kirkjuársins. í yngri handritunum að Hymni scholares (frá fyrri hluta 18. aldar) er þessum meginþætti sleppt, en eftir standa aðeins „hversdags- sálmarnir" og fáeinar latínubænir.24 Til áréttingar má svo enn minna á að í Antiphonarium Holense er allur söngur með nót- um, í Hymni scholares eru einhverjar nótur við u.þ.h. fimmta hvern sálm, en í yngstu handritunum eru engar nótur. Mér hefur ekki tekist að finna nema 14 sálmaupphöf sem sameiginleg eru fyrr nefndu bókunum báðum (af 15 sem dr. Jak- ob kveðst hafa fundið), en litlu skiptir hvort þessir sálmar eru einum fleiri eða færri. Hitt er allrar athygli vert að þessir sam- eiginlegu sálmar eru allir kaþólskir að uppruna. Sálrnar siða- skiptamanna hafa elckert rúm fengið í tíðasöng skólapilta á Hól- um þegar Antiphonarium Holense var skrifað. Þeim var hins vegar fullur sómi sýndur þegar Guðbrandur biskup gaf árið 1589 út sálmabók sína sem ætluð var til almenningsnota og síðan messusöngsbókina, Grallarann, 1594. Þar eru þeir mjög margir, þá að sjálfsögðu í íslenskum þýðingum, og margir þeirra hafa lengi skipað virðulegan sess í sálmasöng íslensku kirkjunnar. En hinir fornu hymnar fengu einnig sitt rúm í bókum Guð- brands biskups. í sálmabókinni 1589 eru ellefu af þeim fjórtán kaþólsku hymnum sem sameiginlegir eru Antiphonarium Ho- lense og Hymni scholares og að minnsta kosti þrír að auki sem aðeins eru í fyrr nefndu bókinni. Og enn eru þar lofsöngvarnir Benedictus Dominus Deus og Magnificat sem eru máttarstoðir morgun- og lcvöldsöngsins í Antiphonarium Holense, svo og Te Deum laudamus. Allir þessir ltaþólsku söngvar halda sínum 23 Jakob Benediktsson (1969), bls. 121, 124. 24 Jakob Benediktsson (1969), bls. 123; Hrafn Sveinbjarnarson, bls. 37. Tluntra. (ucw yviiUf, é* * H- H-------o-wX —M Ceiíun laíitnlnií ~H- TTff t cxulíanija(n(a.{r ‘■ijemtii uhrnVútuta Síða úr Hymni scholares. Þessi sálmur, Aurora lucis rutilat, var sunginn á páskum samkvæmt Antiphonarium Holense. 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.