Ritmennt - 01.01.2001, Qupperneq 83
RITMENNT
LATNESK TÍÐASÖNGSBÓK ÚR LÚTERSKUM SIÐ
hætti, þótt einfölduð sé og hreinsuð af því sem siðaskiptamenn
kölluðu „páfavillu". í henni er aðeins vísað stuttlega til hymna
og sálma er finna mátti í sálmasöfnum sem víða voru til. í
Hymni scholares (1687) er enginn réttnefndur tíðasöngur. Settir
eru í fyrirrúm sálmar til „hversdagsnota", morgunsálmar fyrir
hvern virkan dag og tveir fyrir sunnudaginn, síðan álíka margir
kvöldsálmar. Þetta eru nær allt sálmar siðaskiptamanna, flestir
frumortir á þýsku, sumir af sjálfum Marteini Lúther, en hefur
snemma verið snúið á latínu, líklega í Þýskalandi.23 Meginefnið
er þó sálmarnir sem raðað er eftir hátíðum kirkjuársins. í yngri
handritunum að Hymni scholares (frá fyrri hluta 18. aldar) er
þessum meginþætti sleppt, en eftir standa aðeins „hversdags-
sálmarnir" og fáeinar latínubænir.24 Til áréttingar má svo enn
minna á að í Antiphonarium Holense er allur söngur með nót-
um, í Hymni scholares eru einhverjar nótur við u.þ.h. fimmta
hvern sálm, en í yngstu handritunum eru engar nótur.
Mér hefur ekki tekist að finna nema 14 sálmaupphöf sem
sameiginleg eru fyrr nefndu bókunum báðum (af 15 sem dr. Jak-
ob kveðst hafa fundið), en litlu skiptir hvort þessir sálmar eru
einum fleiri eða færri. Hitt er allrar athygli vert að þessir sam-
eiginlegu sálmar eru allir kaþólskir að uppruna. Sálrnar siða-
skiptamanna hafa elckert rúm fengið í tíðasöng skólapilta á Hól-
um þegar Antiphonarium Holense var skrifað. Þeim var hins
vegar fullur sómi sýndur þegar Guðbrandur biskup gaf árið 1589
út sálmabók sína sem ætluð var til almenningsnota og síðan
messusöngsbókina, Grallarann, 1594. Þar eru þeir mjög margir,
þá að sjálfsögðu í íslenskum þýðingum, og margir þeirra hafa
lengi skipað virðulegan sess í sálmasöng íslensku kirkjunnar.
En hinir fornu hymnar fengu einnig sitt rúm í bókum Guð-
brands biskups. í sálmabókinni 1589 eru ellefu af þeim fjórtán
kaþólsku hymnum sem sameiginlegir eru Antiphonarium Ho-
lense og Hymni scholares og að minnsta kosti þrír að auki sem
aðeins eru í fyrr nefndu bókinni. Og enn eru þar lofsöngvarnir
Benedictus Dominus Deus og Magnificat sem eru máttarstoðir
morgun- og lcvöldsöngsins í Antiphonarium Holense, svo og Te
Deum laudamus. Allir þessir ltaþólsku söngvar halda sínum
23 Jakob Benediktsson (1969), bls. 121, 124.
24 Jakob Benediktsson (1969), bls. 123; Hrafn Sveinbjarnarson, bls. 37.
Tluntra. (ucw yviiUf,
é* * H- H-------o-wX
—M
Ceiíun laíitnlnií
~H-
TTff
t
cxulíanija(n(a.{r
‘■ijemtii uhrnVútuta
Síða úr Hymni scholares.
Þessi sálmur, Aurora lucis
rutilat, var sunginn á páskum
samkvæmt Antiphonarium
Holense.
79