Ritmennt - 01.01.2001, Page 89
RITMENNT
ÍSLENSKT HANDRITABAND
ingu fyrir umbúðum hinna fornu bóka og innihaldi þeirra. Voru
bækurnar oftar en ekki sviptar sínu gamla bandi og þær færðar í
nútímalegra horf.
Við endurband gamalla handrita er algengt að gengið hafi ver-
ið nærri handritunum og þau skorin þannig til að þau hentuðu
hinu nýja bandi. Óhófleg notlcun líms við viðgerðir og bókband
hafa valdið því að elcki er hægt að opna sum handrit eðlilega,
pappír verður stökkur og texti víða ólæsilegur eða hefur máðst
með öllu.
Elcki skal þó rýrð kastað á verk þeirra manna sem stóðu að
endurbandi gamalla bóka, enda hugmyndin þar á bak við góðra
gjalda verð. Eflaust væru mörg okkar elstu handrita glötuð ef
ekki hefði komið til umhyggja fyrri kynslóða fyrir þessum
menningarverðmætum. Þeklct eru handaverk Páls stúdents Páls-
sonar á eldri hluta handrita Landsbókasafns:
Páll vann að því hátt á þriðja áratug að dytta að handritunum og binda
þau inn og lét raunar ekki þar við sitja, heldur samdi hann jafnframt
efnisskrár að þeim, skrifaði titilblöð og fagurlega á kili.1
Þekking íslendinga á bókbandi hefur jafnan verið rakin til Jurins,
þýsks bókbindara, sem Guðbrandur biskup fékk til Hóla til að
binda biblíuna. Kenndi hann heimamönnum iðnina, meðal ann-
ars Jóni Arngrímssyni sem stóð fyrir bókbandsstofunni á Hólum
eftir að Guðbrandur bislcup hafði keypt þau bókbandstæici sem
Jurin hafði haft með sér út hingað. Var það árið Í585.
Með bókbandi Guðbrands bislcups fékk íslenzkt bókband þann svip, er
það hélt að mestu fram á 19. öld. Þar sem Jurin kom frá Þýzkalandi, var
eðlilegt, að tæki hans og meðferðir væru eins og tíðkaðist þar. [...] Bók-
bandið á dögum Guðbrands biskups var tiltölulega bezt, en eftir það var
fremur afturför en framför. Þess var og engin von, að bókband næði hér
háu stigi. Aðdrættir allir um hæfileg tæki og efni til bókbands voru afar
erfiðir, fáir gátu farið utan til bókbandsnáms og aðstaðan, þegar heim
kom, hin versta.2
Víst er að bólcband Jurins hefur mótað iðnina fram á 19. öld. Sjálf
aðferðin við að binda bækur var í öllum aðalatriðum lík því sem
gerist nú í dag, en efnisnotlcun var ólílc.
íburðarmilcið bókband þar
sem þykk tréspjöld eru klædd
slcinni og skreytt með stimpl-
um og málmbúnum hornum
og spennslum. Lbs 319 8vo
(skrifað 1793) að ofan og
Jónsbók prentuð 1709 að
neðan.
1 Grímur M. Helgason: Handritadeild Landsbókasafns, bls. 145.
2 Guðmundur Finnbogason: Bókband, bls. 242, 249.
85