Ritmennt - 01.01.2001, Page 100
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
RITMENNT
Ef til vill hefur Holmboe haldið að hann
kæmist upp með framkomu af þessu tagi,
en hann áttaði sig ekki á því að hann átti
við að eiga fólk sem taldi sig standa jafnfæt-
is honum í þjóðfélagsstiganum, jafnvel ofar,
og lét elcki bjóða sér svona framkomu. Eig-
andi verslunarinnar Gullfoss var Helga Sig-
urðsson, dóttir Jóns Jakobssonar Jandsbólca-
varðar og tengdadóttir Asgeirs Sigurðssonar
stórkaupmanns. Henni var stórlega misboð-
ið og sneri sér fyrst til Henrys Bay, aðalræð-
ismanns Noregs, og krafðist þess að Holm-
boe bæði dóttur hennar afsölcunar. Aðalræð-
ismaðurinn vildi ekki skipta sér af málinu,
og þá kvartaði frú Helga skriflega til Stjórn-
arráðsins. Þrjár konur sem liöfðu verið
staddar í versluninni um Jeið og Holmboe
vottuðu að rétt væri skýrt frá í bréfi Helgu.
Afgreiðslustúlkan í Verslun Lárusar G. Lúð-
víkssonar kvartaði einnig til Stjórnarráðs-
ins. Þegar Holmboe frétti af kvörtunarbréf-
unum rann upp fyrir honum að hann hafði
farið offari. Hann falaðist eftir viðtali við
Hermann Jónasson forsætisráðherra, baðst
afsökunar á framlcomu sinni og sagði að
honum þætti ieitt að hafa vakið gremju.
Helgu Sigurðsson var tilkynnt þetta, og
sætti hún sig við þessi máialolc. Hoimboe
lét sér þetta að kenningu verða því að eklci
fór fleiri sögum af ókurteisi hans við af-
greiðslufólk eða aðra sem hann skipti við.4
Holmboe hélt til Oslóar í nóvember 1939
þegar hann var skipaður ritari til bráða-
birgða í utanríkisráðuneytinu, og þar var
hann þegar Þjóðverjar lögðu Noreg undir sig
9. apríl 1940. Við hernámið varð mikil
ringulreið í Noregi. Ríkisstjórn og konung-
ur flúðu land, og Vidkun Quisling, formað-
ur Nasjonal Samling, norska nasistaflokks-
ins, skipaði sjálfan sig forsætisráðherra en
hrökklaðist frá eftir skamman tíma. Starf-
semi ráðuneyta riðlaðist því að margir
starfsmenn þeirra létu sig hverfa, en aðrir
voru beggja blands og vissu ekki í hvorn fót-
inn þeir áttu að stíga. Meðal þeirra var Egil
Holmboe. Nokkru eftir hernámið hitti Leif-
ur Muller Holmboe á baðströnd við Oslóar-
fjörð, og hafði hann þá í hyggju að komast
til Bandaríkjanna og gerast þar kaupsýslu-
maður. Fannst Leifi þetta til rnarks um að
Holmboe yndi hag sínum illa og væri jafn-
vel óviss um stöðu sína eftir hernám Þjóð-
verja.5
Þáttaskil urðu í Noregi 25. september
1940 þegar Terboven, landstjóri Þjóðverja,
hélt útvarpsræðu þar sem hann tók af öll
tvímæli um að nasistaflokkur Quislings
yrði framvegis í lykilstöðu í landinu.
Tveimur dögum síðar gekk Holmboe í
flokkinn, og í janúar 1941 gekk hann í bar-
áttusveit flokksins (Kamporganisasjon) og í
hirð Quislings í október sama ár. Eftir stríð
kvaðst Holmboe hafa gengið í flokkinn til
að reyna að draga úr þeim áhrifum sem her-
nám Þjóðverja hefði haft í Noregi, en hann
hefði engan áhuga haft á stefnu flokksins.6
4 Sama. Helga Sigurðsson til Henrys Bay aðalræðis-
manns, 14.4. 1938. Helga Sigurðsson til Stjórnar-
ráðsins, 11.5. 1938. Ingibjörg Vilhjálmsdóttir til
Stjórnarráðsins, 12.5. 1938.
5 Garðar Sverrisson. Rýr íslendingur héti, bls. 38-40.
6 Riksarkivet: Sak nr. 225. Eidsivating lagstol, lands-
svikavdelingen. Rettsbok i lagmannsrettssak nr. 26
for 1947.
Frétt um áróðurssýningu sem Holmboe skipulagði
birtist 10. janúar 1942 í „Fritt Folk", málgagni Nasjo-
nal Samling, norslca nasistaflokksins. Nasjonalbiblio-
teket í Mo i Rana.
96