Ritmennt - 01.01.2001, Síða 103
RITMENNT
EGIL HOLMBOE
Geta verð ég þess, að ég þekkti persónulega einn
af hinum háttsettu kvislingum, Egil Holmboe,
sem verið hafði starfsmaður norska sendiráðsins
í Reykjavík. Ég hafði kynnzt honum þar. Hann
var þá ákveðinn lýðræðissinni, en sumarið 1940
hitti ég hann í Ósló, þá var hann orðinn nazisti.
Hann var alveg sannfærður um sigur Þýzkalands.
Hann bauð mér vinnu. Ég svaraði, að ég hefði
eklci tíma til vinnu, því að ég hefði nóg að lesa.
Þá bauð hann mér að borða hjá sér. Ég sagðist
hafa nóg að borða. „Afsalcið", mælti hann, „ég
veit, að þér eruð stoltur maður af stoltri þjóð, en
ég hefi gott hjartalag". „Það góða hjartalag skul-
uð þér sýna einhverjum öðrurn en mér", sagði ég.
Eftir að Holmboe var orðinn skrifstofustjóri
boðaði hann Baldur Bjarnason á sinn fund
og bauð honum vinnu sem var fólgin í því
að gera þjóðernis- og trúarbragðakort af
Balkanskaga, en Baldur afþakkaði boðið.
Elclci verður annað séð en að Holmboe
hafi sinnt starfi sínu sem skrifstofustjóri
samviskusamlega og af kostgæfni, enda var
hann embættismaður frarn í fingurgóma.
Hins vegar sannaðist það einnig í starfi hans
fyrir norslca nasista sem Leifur Muller taldi
sig hafa orðið varan við að ekki væru allir
strengir á hörpu Holmboes jafnhljómfagrir.
Hann lét sig ekki muna um að kæra nokkra
ráðuneytismenn fyrir lögreglunni og yfir-
boðurum sínum fyrir ýmsar sakir. Þannig
slcýrði hann lögreglufulltrúa einum frá því
að hann hefði heyrt að nafngreindur ritari í
utanríkisráðuneytinu og tveir aðrir starfs-
menn hefðu nokkrum döguni eftir hernám
Þjóðverja 9. apríl 1940 sent Koht utanríkis-
ráðherra skeyti þar sem þeir hefðu lýst yfir
hollustu við hann. Þá hafði Holmboe einnig
heyrt að embættismenn í utanríkisráðu-
neytinu héldu leynifundi í konungshöllinni
kl. 10 á hverjum morgni, en ráðuneytið
hafði verið flutt þangað eftir hernám Þjóð-
verja. Eitt sinn þegar Holmboe lagði leið
sína í konungshöllina á umræddum tíma
kom hann að sex nafngreindum embættis-
mönnum á fundi bak við læstar dyr. Hann
skýrði rannsólcnarlögreglunni samvisku-
samlega frá þessu og fór með tveimur lög-
reglumönnum í konungshöllina þar sem
þeir reyndu að koma fyrir hljóðnema, en
það tókst ekki vegna tæknilegra vand-
kvæða. Þá kærði Holmboe nafngreindan
embættismann í utanríkisráðuneytinu fyrir
að hafa eytt skjölum og þrjá lágtsetta starfs-
menn fyrir að hafa dreift bréfum með
stjórnmálaáróðri. Þeir voru handteknir og
sátu inni í fimm sólarhringa. Holmboe
kvartaði einnig yfir því að fjölskyldum emb-
ættismanna sem höfðu flúið til Svíþjóðar og
Englands væru greidd hálf laun og að emb-
ættismenn í utanríkisráðuneytinu sem
höfðu látið af störfum fengju full laun. Taldi
Holmboe að unnt væri að lækka þessar
greiðslur að mun. Hann benti einnig á að
eiginkonur tveggja starfsmanna við norska
sendiráðið í Stokkhólmi og starfsmaður í
utanríkisráðuneytinu hefðu ferðast þangað
sumarið 1940 og hugsanlega verið sendiboð-
ar. Holmboe veitti einnig upplýsingar um
allmarga starfsmenn utanríkisráðuneytisins
sem hann taldi andvíga valdhöfunum.10
Fundum Holmboes og Leifs Muller bar
aftur saman í október 1942. Leifur hafði þá
fengið leyfi hjá hernámsyfirvöldunum í
Noregi til að halda til Svíþjóðar til að
9 Baldur Bjarnason. í Grínifangelsi, bls. 18-19.
10 Riksarkivet: Salc nr. 225. Rapport til Oslo og Aker
politimesterembete. Kriminalpolitiet, Oslo avdel-
ingen, afgitt av politifullmektig K. Rod, 25.3. 1941.
99