Ritmennt - 01.01.2001, Page 112
ASGEIR GUÐMUNDSSON
RITMENNT
snuðrarar, brennuvargar, melludólgar, stór-
smyglarar og smáþjófar sem stælu öllu steini
léttara, að ógleymdum einum af skósveinum
Quislings, sem með hjálp hérlendra stjórnvalda
hefði naumlega sloppið við líflát eða lífstíðar-
fangelsi.22
Svo virðist sem Holmboe hafi ekki unað
hag sínum vel hér á landi fyrst í stað. Árið
1952 bar fundum hans og Björns Sv. Björns-
sonar saman heima hjá Matthíasi Þórðar-
syni þjóðminjaverði. Björn var þá nýkominn
frá Argentínu, og fýsti Holmboe að fræðast
um aðstæður þar í landi. Björn sagði honum
undan og ofan af því og horfum á að koma
undir sig fótunum í Argentínu, en ekki varð
úr að Holmboe færi þangað. Hann lét lítið
fara fyrir sér á vinnustað sínum og um-
geklcst eklci vinnufélaga sína. Hann um-
gekkst einnig fáa utan vinnu.23
Holmboe lifði kyrrlátu og fábrotnu lífi
undir sínu nýja nafni, og fáir vissu hver
hann var og hvað hafði í raun og veru drifið
á daga hans. Á þessu varð breyting haustið
1978, en þá var Holmboe kominn á eftir-
laun. Þá kom út samtímis í Noregi og Dan-
mörku bók Thorkilds Hansen, Processen
mod Hamsun, og vakti hún geysimikla at-
hygli og deilur í Noregi. Hansen fullyrti að
allir þátttakendur í fundi Hitlers og
Hamsuns væru löngu látnir, en norski sagn-
fræðingurinn Sverre Hartmann komst á
snoðir um að Holmboe væri á lífi og búsett-
ur í Reykjavík. Hann féllst á að veita Hart-
mann og Erik Egeland, blaðamanni hjá Af-
tenposten, viðtal gegn því að þeir skýrðu
hvorki frá þáverandi nafni hans né dvalar-
stað. Þeir heimsóttu Holmboe fyrri hluta
október 1978 á ríkmannlegu heimili hans á
Háteigsvegi 12 og spurðu hann um þátt
hans í fundi Hitlers og Hamsuns. Holmboe
var þá 82 ára, og hann kom gestum sínurn
fyrir sjónir sem virðulegur herramaður og
dæmigerður fulltrúi gamla tírnans. í forstof-
unni voru myndir af forfeðrum hans, og í
stofunum voru húsgögn í keisarastílnum
sem kenndur er við Napóleon I. Þar voru
einnig glitvefnaður (gobelin), rússneskir
íkonar, ítölsk málverk frá endurreisnartím-
anum, franskt grand-prix málverk frá 1880
og trúarlegar höggmyndir frá barokktíman-
um. Sjálfur var Holmboe að mati gestanna
skarpgreindur og háll sem áll, en hann varð
nolckuð snortinn þegar hann minntist
hinna gömlu daga sem höfðu elcki alltaf
reynst honum góðir. Honum þótti elclci
mikið koma til lýsingar Thorkilds Hansen á
fundi Hitlers og Hamsuns og fannst rithöf-
undurinn vera gæddur miklu ímyndunarafli
og hæfileika til að finna upp á alls lconar til-
gátum. Holmboe þvertók fyrir að Harnsun
hefði brostið í grát á fundinum. Hann var
ófáanlegur að skýra frá því hver hefði falið
honum að túlka fyrir Hamsun. Að loknum
fundinum með Holmboe birtu þeir Egeland
og Hartmann þrjár greinar í Aftenposten
seinni hluta október 1978 þar sem þeir
gerðu grein fyrir viðtölum sínum við Holrn-
boe og settu þær upplýsingar sem hann
veitti þeim í víðara samhengi. Hartmann
komst m.a. yfir skjöl þar sem kom fram að
Holmboe hafði haft frumkvæði að því að
Hamsun var sendur á fund Hitlers. í ljósi
þess þarf ekki að lcoma á óvart að Holmboe
22 Sigurður A. Magnússon. Með hálfum huga, bls.
256.
23 Nanna Rögnvaldardóttir. Ævi mín og sagan sem
ekki mátti segja, bls. 184.
108