Ritmennt - 01.01.2001, Qupperneq 116
!?
EjB
Ingi Sigurðsson
Upplýsingin
og hugmyndaheimur íslendinga á síðustu áratugum
19. aldar og öndverðri 20. öld
RITMENNT 6 (20011 112-41
í þessari grein er fjallað um það, hvernig áhrif upplýsingarinnar, hinnar fjölþjóðlegu
hugmyndastefnu, birtast í hugmyndaheimi íslendinga á síðustu áratugum 19. aldar
og öndverðri 20. öld. Þótt talsvert væri þá urn liðið frá lokum þess tímabils, sem yf-
irleitt er kennt við upplýsinguna hér á landi, má greina þessi áhrif á ýmsum sviðum,
enda tengist upplýsingin náið tilteknum hugmyndastefnum, sem áttu blómaskeið
sitt síðar en hún.
Nokkur þáttaskil urðu í sögu íslenzkrar
menningar á næstu áratugum eftir
1870. Kom þar m.a. til aukin starfsemi
skóla, vaxandi útgáfa fræðsluefnis, sem ætl-
að var almenningi, og ýmsar breytingar,
sem vörðuðu hugmyndafræði, er útbreidd
var meðal landsmanna.
í þessari grein er fjallað um tengsl upplýs-
ingarinnar, hinnar fjölþjóðlegu hugmynda-
stefnu, við hugmyndaheim íslendinga á of-
angreindum tíma. Eins og síðar verður að
vikið, má færa rök að því, að upplýsingin
skeri sig úr ýmsum öðrum hugmyndastefn-
um, hvað það snertir, að áhrif hennar voru
langvarandi og settu svip á tilteknar hug-
myndastefnur, sem mikilvægar voru í tíð
næstu kynslóða og raunar, sumar hverjar,
allt til þessa dags. Þessi tengsl voru þó ekki
eins greinileg á meginhluta 20. aldar og þau
voru á 19. öld. Þegar komið er nokkuð fram
112
á 20. öld, er samanburður hugmynda upp-
lýsingarmanna við hugmyndir, sem þá voru
ofarlega á baugi, ekki eins nærtækur og
samanburður við hugmyndir, sem bar hátt í
tíð næstu kynslóðar á undan, m.a. vegna
þróunar atvinnuvega, vaxtar þéttbýlisstaða
og aukins skólahalds. Með tilliti til þessa og
framvindu hugmyndastefna erlendis, sem
síðar verður nánar að vikið, er valinn sá
kostur að láta tímabilið, sem fjallað er um,
ná til fullveldisársins 1918. Einstakir þættir
eru skoðaðir í erlendu samhengi, sérstak-
lega að því er varðar Danmörku og Noreg.
Áherzla er lögð á nokkur valin svið, þar
sem tengsl milli upplýsingarinnar og hug-
myndaheims íslendinga á síðustu áratugum
19. aldar og öndverðri 20. öld eru skýr. Leit-
azt er við að draga upp heildarmynd af því,
hve náin þessi tengsl eru.
j