Ritmennt - 01.01.2001, Síða 119
RITMENNT
UPPLYSINGIN
tælcni - „framfarir" að þessu leyti í skiln-
ingi upplýsingarinnar - hafi orðið mann-
kyninu til heilla. En jafnframt því sem gætt
hefur greinilegrar andstöðu við gildi og hug-
myndafræði, sem má rekja að meira eða
minna leyti til upplýsingarinnar, hefur hug-
myndafræðileg arfleifð stefnunnar áfram
verið mikilvæg víða um heim; tengsl við
upplýsinguna eru mjög greinileg í stjórn-
málahreyfingum, sem njóta fjöldafylgis, og í
lífsskoðun fjölda fólks.
Þegar fjallað er um áhrif upplýsingarinnar
og túllcun fræðimanna á því efni, kemur til
athugunar, að gildi, sem að meira eða
minna leyti má relcja til hennar, eru ofarlega
á baugi í hugmyndafræðilegri umræðu sam-
tímans. Eftirtektarvert er, að ólík hug-
myndafræði speglast mjög skýrt í mati á
upplýsingunni og áhrifum hennar, þegar til
lengri tíma er litið, sem birtist í skrifum
fræðimanna á síðustu áratugum.6 Greina
má í verkum ýmissa þeklctra sagnfræðinga,
sem samið hafa yfirlitsrit um upplýsinguna,
að afstaða þeirra til hennar er jákvæð. Má
þar nefna ritið The Enlightenment eftir
bandaríska sagnfræðinginn Peter Gay og rit-
ið Das Europa der Aufklárung eftir sviss-
neska sagnfræðinginn Ulrich Im Hof. Ræðst
túlkun þessara höfunda á upplýsingunni
mikið af þessum viðhorfum. Á síðustu ára-
tugum hefur mjög ólík grundvallarafstaða
til upplýsingarinnar sem hugmyndastefnu
sett greinilegt mark á skrif ýmissa höfunda
urn hana. Skrif þessara höfunda mótast af
gagnrýninni afstöðu til upplýsingarinnar,
þ.á m. þeirri skoðun, að stefnan hafi falið í
sér slcýrt valdboð gagnvart almenningi og að
trú á mátt vísinda hafi reynzt hjóm. Þeklct
rit, þar sem skoðanir af þessu tagi eru settar
fram, er Dialektik der Aufklárung eftir
þýzku heimspekingana Max Horkheimer
og Theodor W. Adorno, sem kom út 1947.
Þá hnigu slcrif franska heimspekingsins
Michels Foucaults í sömu átt. Kenningar
þessara þriggja og fleiri þelcktra fræðimanna
hafa á síðustu áratugum haft mikil áhrif á
skrif margra höfunda, sem aðhyllast viðhorf,
er kenna má við póstmódernisma. Þessir
menn hafa hafnað ýmsum grundvallargild-
um í upplýsingunni og öðrum hugmynda-
stefnum, sem eru allskyldar henni. En hvað
sem mismunandi grundvallarafstöðu manna
til upplýsingarinnar líður, verður því naum-
ast á móti mælt, að hún skildi eftir sig djúp
spor í hugmyndasögu Vesturlanda. Enski
sagnfræðingurinn Roy Porter kemst svo að
orði um þetta efni: „We remain today the
Enlightenment's children."7
Áhrif upplýsingarinnar á íslandi eru að
sumu leyti sambærileg við það, sem gerðist
í mörgum öðrum Evrópulöndum, en að
sumu leyti eru þau talsvert frábrugðin því,
sem þar gerðist.8 Hér ber að líta á sérstakar
ytri aðstæður, sem mótuðu upplýsinguna á
Islandi, svo sem smæð íslenzku þjóðarinn-
ar, fábrotið samfélag og stöðu íslands sem
hluta af danska ríkinu. Upplýsingin á Is-
landi var hluti af hinni þýzk-dönslcu upplýs-
ingu, og hún var eklci róttæk. Það tímabil,
sem hefðbundið er að kenna við upplýsing-
6 Meðal rita, þar sem fjallað er um sagnaritun um
upplýsinguna, er Roy Porter. The Enlightenment,
bls. 2-9.
7 Roy Porter. The Enlightenment, bls. 69.
8 Yfirlit um áhrif upplýsingarinnar á íslandi er i Ingi
Sigurðsson: Upplýsingin og áhrif hennar á Islandi. í
þeirri ritgerð er fjallað um mikilvægi upplýsingar-
innar i íslandssögunni á bls. 38-42.
115