Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 126
INGI SIGURÐSSON
RITMENNT
ar, handa þeim i bónda-stéttinni, er vildu
beidaz þeirra til lesturs."22 Síðar í greininni
ræðir Stefán um, að æskilegt væri, að hver
kirkja í landinu keypti eintak af ritum Lær-
dómslistafélagsins og síðan yrðu ritin lánuð
almenningi, honum að kostnaðarlausu.23
Tómas segir í Island fra den intellectu-
elle Side betragtet, að aðstæður á landinu
séu slíkar, m.a. vegna strjálbýlis, að elcki
geti orðið um skipulegt skólahald fyrir al-
menning að ræða. Mikil eftirspurn sé með-
al bænda eftir lestrarefni. Eina góða ráðið til
að gera fræðandi bækur aðgengilegar bænd-
um sé að koma upp bókasöfnum við kirkjur
landsins. Eftirtektarvert er, hve mikið hlut-
verk Tómas ætlar prestum í veraldlegum
efnum. Hann kemst svo að orði:
Heraf indlyser da hvad der er at gjore for Almue
Oplysningen i Island, og at det eneste hertil lev-
nede Middel bliver det ved Bogers Benyttelse
under Sognepræstens Opsigt og Veiledning. ...
Den simpleste, rigtigste og mindst bekostelige
Maade her at gaae frem paa var da sikkert den, at
der ved hver Kirke blev oprettet en lille Sogne-
Bogsamling paa Kirkens Bekostning, hvor den
kunde bestride de dermed forbundne Udgivter.24
Önnur fjármögnunarleið, sem Tómas taldi,
að yrði oftar valin, væri sú, að bætt yrði
smávegis við gjöld bænda til lcirkjunnar, og
myndi það ekki koma illa við fjárhag
flestra.25
Þau bókasöfn, sem stofnuð voru á upplýs-
ingaröld, náðu í takmörkuðum mæli til al-
mennings og urðu fæst langæ að undan-
slcildu Stiftsbókasafninu, sem síðar var
nefnt Landsbókasafn. Þó noklcur lestrarfé-
lög, sem almenningur átti hlut að, voru
stofnuð á næstu áratugum. Reyndar varð
nokkur lægð í þessari starfsemi um hríð.
Það var svo eftir 1880, að lestrarfélög, og þar
með bókasöfn, komu til sögunnar í mörgum
byggðarlögum.26 Þessi lestrarfélagahreyfing
náði að sönnu ekki til nærri allra byggðar-
laga, en að ákveðnu marki voru hugmyndir
manna á borð við Stefán Þórarinsson og
Tómas Sæmundsson um, að almenningur
víða um land ætti kost á að fá fræðandi bæk-
ur að láni úr bókasöfnum, orðnar að veru-
leika. Enn frekar á þetta við, eftir að fjöl-
mörg bókasöfn og lestrarfélög ungmennafé-
laga bættust við á öndverðri 20. öld.
Röksemdir, sem settar voru fram á þess-
um tíma fyrir því, hve mikilvægt það væri
að stofna lestrarfélög og bókasöfn, eru mjög
í anda upplýsingarmanna. Grundvöllur
lestrarfélaganna og bókasafnanna var nokk-
uð með öðrum hætti en þeir Stefán og
Tómas höfðu gert ráð fyrir á sínurn tíma. í
langflestum tilvikum var um að ræða bóka-
söfn í eigu frjálsra félagasamtaka, en ekki
söfn, sem kirkjur áttu. Þó ber þess að geta,
að prestar áttu frumkvæði að stofnun ým-
issa lestrarfélaga. Þegar á heildina er litið,
gegndu prestar mikilvægara hlutverki í
almenningsfræðslu um veraldleg efni á síð-
22 Stefán Þórarinsson: Hugleidíngar um Hiálpar-Medol
til at útbreida Bóklestrar-lyst á Islandi, bls. 237.
23 Sama grein, bls. 248-50.
24 Tórnas Sæmundsson. Island fra den intellectuelle
Side betragtet, bls. 10.
25 Sama rit, bls. 10-11.
26 Sjá um lestrarfélög á síðustu áratugum 19. aldar og
fyrstu árum 20. aldar Guðmundur Finnbogason.
Skýrsla um fræðslu barna og unglinga veturinn
1903-1904. Þar er birt skrá yfir lestrarfélög, sem
störfuðu í sýslum landsins. Tilgreind eru stofnár
þeirra og fjöldi binda, sem hvert safn átti.
122