Ritmennt - 01.01.2001, Page 128
INGI SIGURÐSSON
RITMENNT
Titilsíða fyrstu útgáfu Kvennafiæðarans eftir Elínu
Briem (1856-1937).
Áberandi er m.a., að útgáfa efnis, sem sér-
staklega var ætlað konum og börnum, færð-
ist í aukana. Meðal efnis, sem ætlað var
konum, má nefna Kvennafræðaiann eftir
Elínu Briem, sem kom út í fyrsta skipti
1889, ýmis önnur sérhæfð rit og fjölda
fræðslugreina í blöðum og tímaritum á borð
við Kvennablaðið. Hið íslenzka bók-
menntafélag (bæði Reykjavíkurdeildin og
Kaupmannahafnardeildin, meðan deilda-
skipting hélzt, til 1911) hélt áfram að gefa
út alþýðleg fræðslurit, þótt sumum fyndist
þar of lítið að gert. Nýtt félag kom til sög-
unnar, sem sinnti útgáfu alþýðlegra
fræðslurita í verulegum mæli frá og með
áttunda áratug 19. aldar, þar sem var Hið ís-
lenzka þjóðvinafélag (stofnað 1871). Þjóð-
vinafélagið hlaut oft útgáfustyrk frá hinu
opinbera.30 Sama máli gegndi um Hið ís-
lenzka bókmenntafélag. Þessi tvö félög voru
atkvæðamest í útgáfu fræðslurita á íslenzku
á síðustu áratugum 19. aldar og öndverðri
20. öld.
Sérstakur þáttur í útgáfu alþýðlegra
fræðslurita var útgáfa ritraða með efni af
þessu tagi. Var þetta angi af hreyfingu, sem
náði til margra landa í Vestur-Evrópu. Út-
gáfa einstakra ritraða þessarar tegundar ent-
ist ekki lengi. Meðal þeirra voru Sjálfsfræð-
arinn, Bókasafn alþýðu, sem Oddur Björns-
son gaf út, og Alþýðurit Bókmenntafélags-
ins.
Það er mikilvægt athugunarefni, þegar
borin eru saman viðhorf til útgáfu alþýð-
legra fræðslurita á upplýsingaröld annars
vegar og á síðustu áratugum 19. aldar og
öndverðri 20. öld hins vegar, hvaða áhrif
vaxandi skólahald hafði á viðhorf manna á
síðara tímabilinu. Þegar á heildina er litið,
er sú skoðun mjög útbreidd allt til loka þess
30 Fjallað er um sögu Hins íslenzka þjóðvinafélags á
því tímabili, sem hér er um að ræða, í Páll Eggert
Ólason. Hið íslenzka þjóðvinafélag 1871 - 19. ágúst
- 1921. í fundargerðum og öðrum gögnum Þjóðvina-
félagsins, sem varðveitt eru í Þjóðskjalasafni íslands
(Safni Þjóðvinafélagsins), er ekki neitt að finna um
mörkun ákveðinnar stefnu í útgáfumálum á því
tímabili, sem hér er tekið til meðferðar.
124