Ritmennt - 01.01.2001, Page 131
RITMENNT
UPPLÝSINGIN
in voru út í þessum löndum. Líkt og á ís-
landi var í báðum löndunum urn að ræða
samfellda hefð í útgáfu alþýðlegra fræðslu-
rita síðan á upplýsingaröld, en útgáfan óx
eftir miðja 19. öld. í Noregi urðu nokkur
þáttaskil með stofnun Selskabet for Folke-
oplysningens Fremme, sem ýmsir þekktir
menntamenn áttu þátt í að korna á fót 1851;
félagið stóð að mikilli útgáfustarfsemi, gaf
út tímarit og fylgirit um langt skeið. í Dan-
mörku var Udvalget for Folkeoplysnings
Fremme, stofnað 1866, atkvæðamikið í
bókaútgáfu. Enda þótt skólahald væri kom-
ið lengra á veg í Danmörku og Noregi en á
íslandi, hélzt þar mikil áherzla á útgáfu al-
þýðlegra fræðslurita. í báðum löndunum
gætti rnjög áhrifa danska klerksins N. F. S.
Grundtvigs í umfjöllun urn menntun al-
mennings og aðgerðum á því sviði. Mikil
umræða um alþýðumenntun, Folkeoplys-
ning, átti sér stað í báðum löndum. Þetta
hugtak fól eklci endilega í sér skírskotun til
upplýsingarinnar sem fjölþjóðlegrar hug-
myndastefnu, þótt byggt væri á undirstöðu
hennar, heldur vísaði það til almennrar
menntunar á breiðum grundvelli. Engin
hliðstæða er við það á íslandi, hvernig deil-
ur um tungumál fléttuðust inn í urnræðu
um alþýðumenntun í Noregi; nýnorsku-
menn (málið var lengi vel lcallað Lands-
maal) lögðu áherzlu á, að menntunin ætti
að vera á þjóðlegum grunni.
Tiú á framfarir
Trú á framfarir - sú trú, að mannkynið hafi
tekið framförum, sé á framfarabraut og
muni talca frekari framförum, - hefur sett
sterkan svip á vestræna menningu síðan á
18. öld, þótt ýmislegt, sem gerðist á 20. öld,
hafi orðið til að draga úr gengi viðhorfa af
þessu tagi og ákveðins andófs gegn þeim
hafi gætt á síðustu áratugum. Trú á framfar-
ir var vissulega ekki óþekkt fyrir upplýsing-
aröld; slíkar hugmyndir komu frarn á hinni
klassísku fornöld og miðöldum.38 Á 18. öld
fengu hugmyndir af þessu tagi hins vegar
byr undir háða vængi. Tengist það ýmsum
einkennisþáttum upplýsingarinnar, aukinni
veraldarhyggju, þróun vísinda og tælcni og
trú á getu mannsins og möguleika náttúru-
vísinda. Það er eitt af megineinkennum
upplýsingarinnar, að mælikvarði framfara
er lagður á gang sögunnar. Eins og áður get-
ur, var trú á framfarir mikilvægur þáttur -
og í sumum tilvikum undirstöðuþáttur - í
ýmsum hugmyndastefnum, sem hátt bar á
19. öld og sumar hverjar hefur borið hátt til
þessa dags. Þessar stefnur sæltja sitthvað til
upplýsingarinnar, og er oft vandlcvæðum
bundið að meta, hvað eru áhrif upplýsingar-
innar og hvað eru áhrif þessara stefna.
Trúar á framfarir gætir mjög í slcrifum ís-
lenzkra upplýsingarmanna. Þeir fjölluðu
milcið um, hvernig stuðla mætti að framför-
um landsmanna, og það er einlcenni á verk-
um ýmissa þeirra sagnaritara, sem fremstir
stóðu, að þeir lögðu mælikvarða framfara á
gang sögunnar. Gleggst birtist þetta hjá
Magnúsi Stephensen. Víða í ritum sínum
ber hann sanian ástand mála í samtímanum
og fyrr á tíð og þá mjög á þann veg, að fram-
farir hafi orðið. Allra skýrast er þetta í
lokakafla Eftirmæla átjándu aldar, þar sem
38 Sjá m.a. um þetta efni: Tore Frangsmyr. Framsteg
eller förfall-, Robert Nisbet. History of the Idea of
Progress.
127