Ritmennt - 01.01.2001, Side 134
INGI SIGURÐSSON
RITMENNT
Óðinn 4 (1908). bls. 41.
Jón Ólafsson (1850-1916].
að hann leggur framfaramælikvarða á sög-
una og telur eðlilegt, að framfarir eigi sér
stað. Hann skiptir ritgerð sinni í kafla eftir
efnissviðum og greinir, hve miklar framfar-
ir hafi orðið á einstökum sviðum. Valtýr
tekur til meðferðar alla helztu þætti ís-
landssögunnar. Ákveðin hliðstæða er með
efnistökum hans og efnistökum Magnúsar
Stephensens í lokakafla Eftiimæla átjándu
aldai.
Framfaratrú setur og sterkan svip á rit-
gerð Þorvalds Thoroddsens, Hugleiðingar
um aldamótin. Efnistök hans eru að ýmsu
leyti svipuð og hjá Valtý Guðmundssyni,
nema hvað hann skiptir efninu ekki eins
greinilega í kafla eftir sviðum. Þorvaldur lít-
ur um öxl og leggur mat á sögu íslands á 19.
öld. Framfarir eru þar grundvallarhugtak.42
Hjá fáum þekktum höfundum á þessu
tímabili kemur trú á framfarir jafnskýrt
fram og hjá Jóni Ólafssyni, ritstjóra og
skáldi. Segja má, að framfaratrú hafi gegn-
sýrt lífsskoðun hans. Jón var óvenjuvíðles-
inn og gagnkunnugur helztu hugmynda-
stefnum, sem voru ofarlega á baugi í samtíð
hans. Þegar hann var kornungur maður,
birti hann greinina Stefna þessara tíma. Þar
segir m.a. svo: „En hvei ei þá vona tíma
stefna! ... Það er first að segja: stefna vona
tírna er FRAMFARIR. ... / hveiju kemi
þessi f i a m f a i a-stefna helst fiaml í fielsi
og léttlæti. Fielsi í hugsunaihætti, léttlæti í
athöfnum. “43 Framfaraviðhorf Jóns birtast
og mjög glöggt í yfirlitsritgerð um atburði
liðins árs, sem hann birti í Skíini 1901. Þar
leggur hann mat á 19. öld í veraldarsög-
unni.44 Er þar um að ræða álcveðna hlið-
stæðu við mat Valtýs Guðmundssonar og
Þorvalds Thoroddsens á því, hvort framfarir
hafi orðið á íslandi á 19. öld.
í hugmyndafræði Ágústs H. Bjarnasonar
er trú á framfarir milcilvægur þáttur, enda
aðhylltist hann söguspeki franska heim-
spekingsins Augustes Comtes. í þessu til-
42 Þorvaldur Thoroddsen: Hugleiðingar um aldamót-
in.
43 Jón Ólafsson: Stefna þessara tíma, dálltur 33-34.
44 Jón Ólafsson: Heims-sjá árið 1900, bls. 19-28.
130