Ritmennt - 01.01.2001, Page 140
INGI SIGURÐSSON
RITMENNT
leiðing hinnar miklu 18. aldar byltingar á öllum
sviðum hins andlega lífs. Hún er sýnilegur vott-
ur áhrifanna frá Kant og heimspeki hans.55
Jón skýrir tengsl upplýsingarinnar og nýju
guðfræðinnar á ýmsum öðrum stöðum í
bókinni.
Nýja guðfræðin er mikilvægur tengiliður
milli hugmyndaheims upplýsingarinnar og
hugmyndaheims íslendinga á öndverðri 20.
öld.
Önnur svið
Á tilteknum sviðum hefur þráðurinn frá
upplýsingunni verið óslitinn hér á landi frá
upplýsingaröld til þessa dags. Er þar um að
ræða ákveðna samsvörun við þróun mála
víða um lönd og í Danmörku sérstaklega,
meðan landið var hluti af danska ríkinu.
I tengslum við upplýsinguna urðu ýmis
nýmæli í rannsóknaraðferðum náttúruvís-
inda víða viðtelcin. Þessar aðferðir höfðu
áhrif á rannsóknir á náttúru íslands. Sú
rannsóknahefð, sem þá skapaðist, hefur
skipt miklu máli æ síðan. Athyglisvert er,
að Þorvaldur Thoroddsen, sá Islendingur,
sem mest lét að sér kveða í rannsóknum á
náttúru landsins á síðustu áratugum 19.
aldar, leit með mikilli velþóknun til upplýs-
ingarmanna og arfleifðar stefnunnar.
Á sviði refsiréttar hafa í meginatriðum
ekki orðið nein grundvallarskil síðan á upp-
lýsingaröld, sem er í samræmi við það, sem
gerzt hefur í Danmörku og í mörgum öðr-
um löndum. Hvorki urðu skýr kaflaskipti
að þessu leyti við lok þess tímabils, sem
hefðbundið er að kalla upplýsingaröld, né
um 1870-80. Ákveðin meginsjónarmið
varðandi refsingar, sem fram komu á upp-
lýsingaröld og fela í sér meiri mildi en áður
hafði yfirleitt verið sýnd, hafa að jafnaði
verið ríkjandi síðan.
Hefðir í evrópskri skáldsagnagerð á upp-
lýsingaröld og á skeiði raunsæisstefnunnar
í bókmenntum eru ekki að öllu leyti sam-
bærilegar, en ákveðin tengsl eru á milli upp-
lýsingarinnar og raunsæisstefnunnar. Síðar-
nefnda stefnan byggir að verulegu leyti á
grunni pósitívismans, sem aftur sótti margt
til upplýsingarinnar, eins og áður getur.
Hræringar í bókmenntum í Danmörku og
Noregi, sem tengjast raunsæisstefnunni,
þ.á m. det moderne gennembrud í Dan-
mörku, höfðu mikil áhrif á íslandi.
Niöurlag
Hér skulu dregin saman helztu efnisatriði í
greininni.
íslendingar skírskotuðu lítið til upplýs-
ingarinnar sem sérstakrar hugmyndastefnu
á síðustu áratugum 19. aldar og öndverðri
20. öld. En ljóst er, að gildi, sem rekja má til
hennar að meira eða minna leyti, svo og
hugmyndastefna, sem að ákveðnu rnarki
mótuðust af grunnhugmyndum hennar,
höfðu mikil áhrif á hugmyndaheim Islend-
inga á þessu tímabili. Þessi gildi birtast í
verulegum mæli í skrifum alþýðufólks, auk
þess sem þeirra gætir mikið í skrifum
menntamanna. Skýr samsvörun er milli
hugmynda, sem ofarlega voru á baugi varð-
andi menntun alþýðu á þessu tímabili og á
því tímabili, sem hefðbundið er að kalla
upplýsingaröld á íslandi. Á síðara tímabil-
55 Jón Helgason. Gmndvöllunnn er Kristur, bls.
37-38.
136