Ritmennt - 01.01.2001, Side 149

Ritmennt - 01.01.2001, Side 149
RITMENNT SAGNANETIÐ nýja reynsla sem það veitti safninu sé eins konar aukaafurð verkefnisins og safninu mjög dýrmæt. Þegar í upphafi var keypt vegna verkefnisins stafræn myndavél sem kostaði nokkrar milljónir króna, svo og ýmis tölvubúnaður, og nýtast þessi tælci nú safninu áfram við önnur þróunarverk- efni. Lögð hefur verið áhersla á að hafa notendaviðmót Sagnanets- ins sem þægilegast. Myndir af síðum handritanna eru í lit, þær er unnt að stækka og minnka eftir þörfum, og handritunum má fletta fram og aftur eða kalla fram einstakar síður. Hið sama á að sjálfsögðu við hinar prentuðu bækur sem myndaðar voru. Þá er og unnt að sjá í einni sjónhendingu í hvaða handritum tiltekin saga eða annað verk er varðveitt. í gagnagrunni Sagnanetsins eru stafrænar myndir af um 970 handritum og um 450 bókum. Samtals eru það um 400 þúsund blaðsíður. Þar af eru um 210 þúsund blaðsíður í Landsbókasafni, rúmlega 40 þúsund í Stofnun Arna Magnússonar á íslandi og um 150 þúsund blaðsíður í íslenska Fiske-bókasafninu í Cornell, að- allega prentuð rit. Heildarlcostnaður við verkefnið, miðað við verðlag þegar því lauk á miðju ári 2001, nam nærri hundrað milljónum króna. Allt að átta starfsmenn unnu við Sagnanetið í Landsbókasafni þegar mest var. Þorsteinn Hallgrímsson verkfræðingur, umsjón- armaður með tækniþróun safnsins frá upphafi, nú síðustu árin aðstoðarlandsbókavörður, hefur stýrt vinnunni við Sagnanetið allan tímann, en hann bar einnig á sínum tíma hitann og þung- ann af umsóknarferlinu. Sagnanetið var af hálfu Mellon-sjóðsins hugsað sem tilrauna- verkefni öðrum þræði, og því var tilskilið að gerð yrði notenda- könnun meðal fræðimanna, en þann þátt hefur samstarfsaðilinn í Cornell séð um. Einnig skyldi metinn kostnaður og ávinning- ur af verkefninu, og hefur Hagfræðistofnun Háskóla Islands séð um þann þátt. Áður en vinnan við Sagnanetið hófst hafði Landsbókasafn unnið að verkefni sem nefnist íslandskort á Netinu (http://www.bok.hi.is/kort), og er það að vissu marki sambæri- legt (sjá Ritmennt 2 (1997), bls. 148-52). Sagnanetið er hins veg- ar miklu margbrotnara, umfangsmeira og metnaðarfyllra verlc- efni. Það hefur vakið mikla athygli erlendis og verið kynnt á Ljósm. jóhanna Ólafsdóttir. Þorsteinn Hallgrímsson. Ljósm. jóhanna Ólafsdóttir. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra opnaði Sagnanetið. 145
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.