Ritmennt - 01.01.2001, Qupperneq 149
RITMENNT
SAGNANETIÐ
nýja reynsla sem það veitti safninu sé eins konar aukaafurð
verkefnisins og safninu mjög dýrmæt.
Þegar í upphafi var keypt vegna verkefnisins stafræn myndavél
sem kostaði nokkrar milljónir króna, svo og ýmis tölvubúnaður,
og nýtast þessi tælci nú safninu áfram við önnur þróunarverk-
efni.
Lögð hefur verið áhersla á að hafa notendaviðmót Sagnanets-
ins sem þægilegast. Myndir af síðum handritanna eru í lit, þær
er unnt að stækka og minnka eftir þörfum, og handritunum má
fletta fram og aftur eða kalla fram einstakar síður. Hið sama á að
sjálfsögðu við hinar prentuðu bækur sem myndaðar voru. Þá er
og unnt að sjá í einni sjónhendingu í hvaða handritum tiltekin
saga eða annað verk er varðveitt.
í gagnagrunni Sagnanetsins eru stafrænar myndir af um 970
handritum og um 450 bókum. Samtals eru það um 400 þúsund
blaðsíður. Þar af eru um 210 þúsund blaðsíður í Landsbókasafni,
rúmlega 40 þúsund í Stofnun Arna Magnússonar á íslandi og um
150 þúsund blaðsíður í íslenska Fiske-bókasafninu í Cornell, að-
allega prentuð rit. Heildarlcostnaður við verkefnið, miðað við
verðlag þegar því lauk á miðju ári 2001, nam nærri hundrað
milljónum króna.
Allt að átta starfsmenn unnu við Sagnanetið í Landsbókasafni
þegar mest var. Þorsteinn Hallgrímsson verkfræðingur, umsjón-
armaður með tækniþróun safnsins frá upphafi, nú síðustu árin
aðstoðarlandsbókavörður, hefur stýrt vinnunni við Sagnanetið
allan tímann, en hann bar einnig á sínum tíma hitann og þung-
ann af umsóknarferlinu.
Sagnanetið var af hálfu Mellon-sjóðsins hugsað sem tilrauna-
verkefni öðrum þræði, og því var tilskilið að gerð yrði notenda-
könnun meðal fræðimanna, en þann þátt hefur samstarfsaðilinn
í Cornell séð um. Einnig skyldi metinn kostnaður og ávinning-
ur af verkefninu, og hefur Hagfræðistofnun Háskóla Islands séð
um þann þátt.
Áður en vinnan við Sagnanetið hófst hafði Landsbókasafn
unnið að verkefni sem nefnist íslandskort á Netinu
(http://www.bok.hi.is/kort), og er það að vissu marki sambæri-
legt (sjá Ritmennt 2 (1997), bls. 148-52). Sagnanetið er hins veg-
ar miklu margbrotnara, umfangsmeira og metnaðarfyllra verlc-
efni. Það hefur vakið mikla athygli erlendis og verið kynnt á
Ljósm. jóhanna Ólafsdóttir.
Þorsteinn Hallgrímsson.
Ljósm. jóhanna Ólafsdóttir.
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra opnaði Sagnanetið.
145