Ritmennt - 01.01.2001, Qupperneq 156
BÓKASAFN HJARTAR ÞÓRÐARSONAR
RITMENNT
Greinarhöfundur með
Coverdale-biblíuna.
ara tveggja rita er sú staðreynd að Coverdale-biblían er eklci til í
neinu safni á Norðurlöndum, og fuglabók Audubons er aðeins til
í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn, talin hliðstæður
kjörgripur og Gutenbergbiblían frá því um 1455.
I júlí 1999 gafst mér kostur á að kynna mér bókasafn Hjartar
er ég dvaldist um vikutíma í Madison. Ég beindi sjónum mínum
fyrst og fremst að hinum íslenska hluta safnsins, einkum bók-
um sem prentaðar voru á íslandi fyrir 1900, enda hefur hinum
erlenda hluta safnsins tvívegis verið gerð góð skil í ritum amer-
íslca bólcfræðifélagsins, þótt reyndar sé orðið alllangt síðan.i
Islenskar bækur frá 16. og 17. öld eru fáar í bókasafni Hjartar
Þórðarsonar. Langelst og jafnframt eina 16. aldar bókin er Guð-
brandsbiblía frá 1584. í eintakið vantar tvö blöð en það er ann-
ars í góðu lagi, faglega viðgert þar sem haldið hefur verið til haga
upphaflegum hluta skinnbandsins á spjöldum og kili, en saur-
blöð eru ný. Auk Guðbrandsbiblíu er í háskólabókasafninu
Steinsbiblía frá 1728, innbundin í grænt sirtingsband, en hún er
ekki úr safni Hjartar.
Aðeins tvær 17. aldar Hólabækur eru í háskólabókasafninu,
og átti Hjörtur aðra þeirra: Manvale-, það er handbókarkorn
hvörnen maður eigi að lifa christilega og deyja guðlega eftir
Martin Möller, prentuð árið 1645.2 3 Hin bókin, sú sem Hjörtur
átti eklci, er Enchiridion; það er handbókarkorn i hverju að fram
settar verða hugganir þær sem menn skulu setja í móti dauðan-
um eftir Johann Gerhard, prentuð 1656.
Hins vegar eignaðist Hjörtur tíu bælcur sem prentaðar voru í
Skálholti í biskupstíð Þórðar Þorlákssonar í lok 17. aldar. Elst er
Harmonia evangelica-, það er guðspjallanna samhljóðan eftir
Martin Chemnitz, prentuð 1687. Eintalcið er óheilt, vantar fimm
blöð framan á og níu aftan á. Öllu betur er farið um Landnáma-
bók, Islendingabók, Kristnisögu og Grönlandiu, allar prentaðar
2 J. Christian Bay ritaði um bókasafn Hjartar, og birtist grein hans, Bibliotheca
Thordarsoniana, fyrst á dönsku í Bogvennen 1926, bls. 120-38, og síðar á
ensku í Papers of the Bibliographic Society of America 23, árið 1930. Ralph
Hagedorn háskólabókavörður við University of Wisconsin, Madison, ritaði
síðan framhald af sögu safnsins, og birtist grein hans, Bibliotheca Thordarson-
iana: The Sequel, í Papers of the Bibliographic Society of America 44, árið
1950.
3 Hér eru bókatitlar að jafnaði styttir og stafsetning þeirra færð til nútímahátt-
ar.
152