Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Síða 4
116
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
lausnarans. Á jólanóttina forðum fæddist hann í jötu. Á
þeirri nóttu urðu tign Guðs og smæð mannsins eitt. Guð var
kominn til fundar við mennina. Hefurðu nokkurn tíma
hugsað út í það, hvernig líf þitt hefði orðið, ef kærleikur
Guðs í Kristi hefði aldrei komið til þín? Ef fagnaðarerindið
hefði aldrei snortið sál þína? Ef enginn hefði nokkurn tíma
elskað þig, beðið fyrir þér, óskað þér alls hins besta?
„Blessaður sé sá, sem kemur.” Því að Kristur kemur til þín
hvern dag. „Ég stend við dyrnar og kný á”, segir hann á
einum stað. Hann stendur við dyr hjartna okkar og knýr á.
„Hleyptu mér inn,” segir hann, „svo að ég geti fengið að
umbreyta þér, hjarta þínu, heimili þínu, umhverfi þínu. Ég
ætla að gefa þér frið í hug og hjarta, til þess að þú getir lært
að sjá rétt. Þú þarft að koma auga á það, sem er mest virði
hér í heimi. Þú þarft til dæmis að komast að raun um það,
að sál barnsins þíns er fjársjóður, sem þér hefur verið trúað
fyrir, miklu þúsund sinnum dýrmætari en allir fjármunir
hér á jörðu.”
En við segjum líka: „Blessaður sé sá, sem koma mun, í nafni
Drottins.” Einn dag í framtíð, þegar þessi vesæli heimur
stendur ekki lengur, mun Kristur koma í mætti og mikilli
dýrð og taka sér öll völd á himni og jörðu. Þú veist, að hér í
heimi herja styrjaldir, sjúkdómar og margs konar hörmung-
ar. En þessi illu öfl eiga ekki síðasta orðið. Kristur sigraði
þau þegar hann dó fórnardauða sínum á krossinum. Og einn
dag í framtíð, hinn mikla lokadag, þegar dögurium og
tímanum sleppir, en eilífðin tekur við, þá mun Guð verða
allt í öllu. Þá verður „nýr himinn og ný jörð”. Og þá mun
Guð sjálfur þerra hvert tár af augum barna sinna.
í hugum margra er það svo, að allt, sem tengt er
endaiokum jarðlífsins, dauðanum og eilífðinni, tekur á sig
dimman og drungalegan blæ. Taktu eftir mörgum sálmun-
um, er sjálfsagt þykir að syngja við jarðarfarir. En í huga
kristins manns á þetta ekki að vera svo. Sá maður, sem á
langri eða skammri ævi hefur æft sig í því að lifa í samfélagi
við frelsara sinn, lesið í orði hans, beðið bæna til hans,
sungið honum lofsöngva i hjarta sínu og heyrt orð hans, er
hann segir: „fíarnió mill, syndir þinar eru Jynrgejnar,” — sá