Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Síða 6

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Síða 6
118 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Steinunn Harðardóttir Félagsfrœði heilsunnar — Kynning Erindi flutt á fundi í Ljósmæðrafélagi íslands haustið 1978 Ætlunin er með þessu erindi að ræða nokkur rannsóknar- svið þeirrar greinar félagsfræðinnar sem nefnist „medical sociologi”, félagsfræði heilsunnar. Ég mun jafnframt gefa nokkur dæmi um hvemig slíkar rannsóknir geta höfðað til ljósmæðra. I Sérhvert samfélag hefur sína sérstöku skilgreiningu á heilbrigði og sjúkdómum og hvemig eigi að meðhöndla þessa þætti. Þessar skilgreiningar eru ekki stöðugar heldur breytilegar frá einu tímabili til annars. Vilji maður kynna sér hvemig þessir þættir em skilgreind- ir og meðhöndlaðir í nútíma þjóðfélagi verður að líta á þá í sínu sögulega og menningarlega samhengi. öll þjóðfélög hafa skipulagt kerfí til að meðhöndla sjúkdóma, hvergi er brugðist við þeim á tilviljunarkenndan hátt. Allstaðar er einni eða fleiri persónum gefið vald til að ákveða hvað er sjúkdómur og hvað heilbrigði og hvaða meðhöndlun skuli viðhöfð. Það eru einmitt Jaessi skipulögðu viðbrögð sem vekja áhuga félagsfræðinnar.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.