Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Qupperneq 12

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Qupperneq 12
124 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ gerð var í Bandaríkjunum fyrir nokkru sýndi að stór prósenta karlkyns kvenlækna hafði neikvætt viðhorf til kvenna. Mörgum konum finnst það alltaf niðurlægjandi að láta skoða sig og ef læknirinn lítur niður á þær vegna kynsins er niðurlægingin tvöföld. Konur hafa stofnað með sér hreyfingu í Bandaríkjunum til að meðhöndla og sjá sjálfar um kvensjúkdóma og fæðingar. I Englandi er hreyfing starfandi sem leggur áherslu á að fæðing sé enginn sjúkdómur, konur eigi því að fæða heima og undirbúa sig sjálfar undir fæðinguna. VI Sjúkrahúsið sem félagslegt kerfi Líta má á sjúkrahúsið sem eina heild samsetta úr mörgum einingum svo sem læknum, hjúkrunarfræðingum ogfl. Munurinn á sjúkrahúsi og iðnfyrirtæki er að m.a. að hráefnið sem meðhöndlað er á sjúkrahúsinu er fólk og framleiðslan meðferð sjúkdóma. Oft er markmið sjúkrahússins ekki það sem það sýnist, opinbert hlutverk geðsjúkrahúsa getur verið að meðhöndla sjúklinga og útskrifa á meðan dulið eða raunverulegt hlutverk þess er að geyma sjúklingana. Skipulag sjúkrahúss- ins einkennist af hinu raunverulega markmiði, ekki hinu opinbera. Markmiðið hefur einnig áhrif á samvinnu fólks innan sjúkrahússins, þar sem geymsluhlutverkið er aðal- atriðið, er litið á sjúklinginn sem hlut og mikil stéttaskipting er á milli hinna ýmsu starfshópa. Rannsókn sem Wesser gerði í Bandaríkjunum um 1958 sýndi að læknar töluðu þrisvar sinnum meira hver við annan en við annað starfsfólk á deildunutn. Hjúkrunarfræðingar töluðu tvisvar sinnum meira hver við annan en við aðrar stéttir og sjö sinnum meira hver við annan en við læknana. Aðrar rannsóknir hafa bent til þess að því meiri stéttaskipt- ing sem er á milli starfsfólksins því minni samskipti hafi það við sjúklingana.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.