Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Side 17

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Side 17
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 129 Hvítan, kolvetnin og fitan gefa öll af sér orku í efnaskiptum líkamans og geta að því leyti komið hvert í annars stað, en sumar hvítutegundir og fitusýrur getur líkaminn ekki mynd- að og því verður hann að fá þær beint úr fæðunni. Eggjahvituefni (hvíta, prótein) eru uppistaða heila, vöðva, bandvefs og blóðs og því er mikilvægt að borða nægilegt magn af góðri hvítu á meðgöngutíma. Mjólkurvörur, kjöt fiskur og egg eru ríkust af góðri hvítu en auk þess gefa baunir og sumar korntegundir af sér hvítu í minna magni. Fita er nauðsynleg í litlum mæli til þess að fá vissar fitusýrur og fituleysanleg vítamín (A, D, E og K). íslending- ar neyta yfirleitt of mikillar mettaðrar dýrafitu og ætti þess vegna að dragá úr neyslu hennar almennt og neyta einnig ómenttaðrar jurtafeiti. Fita gefur af sér mjög mikla orku og neysla hennar leiðir auðveldlega til of mikillar líkamsþyngd- ar. Kolvetnum má skipta í þrjá flokka: a) Sykur, hvítur sykur, púðursykur og vörur sem innihalda það sem við í daglegu tali köllum unninn sykur eru óþarfar nema sem orkugjafi og ætti að stilla neyslu þeirra mjög í hóf. Þessar vörur metta illa og neysla þeirra í stórum stíl leiðir gjarnan til offitu. Þær innihalda lítið af vítamínum, stein- efnum og snefilefnum. b) Sterkja er t.d. í kartöflum, hrísgrjónum og brauði. Hún leysist upp í gömum og síast hægt út í blóðið sem næring. Sterkja mettar allvel og er æskileg fæðutegund en þó í hófi. c) Trefjar eru í grófu korni og brauði úr því, ávöxtum og grænmeti. Þessi efni hvetja þarmastarfsemina og stuðla að eðlilegum hægðum. Þau eru orkusnauð en gefa mikið af vítamínum og steinefnum. Neysla þeirra er því mjög æski- leg. Steinefni eru mikilvæg fyrir uppbyggingu beina fóstursins. Kalk fæst úr mjólkurvörum sem auka ætti neyslu á um meðgöngutímann. Magnesi'um og fosfór eru í ríkum mæli í fæðunni almennt og því ekki þörf að óttat skort þeirra ef hollrar fæðu er neytt. Neyslu á salti bera að stilla í hóf um meðgöngutímann því að salt bindur vatn í vefjum líkamans og stuðlar að myndun bjúgs. Þörf líkamans fyrir jám til

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.