Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Blaðsíða 20
132
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Norðurlandamótið
Svanhvít Magnúsdóttir
Dóra Sigfúsdóttir
Það voru 10 ljósmæður ásamt einum litlum ferðafélaga,
sem hoppuðu út úr flugvélinni á Fornebu flugvelli, sumar
klæddar vetrarflíkum og var það talsverð andstæða við það
yndislega veður sem tók á móti okkur í Osló.
Við héldum að sól og sumar væri búið að skarta vikum
saman, en bílstjórinn sem keyrði okkur af flugvellinum á
áfangastað sagði okkur frá hinu gagnstæða. Vorkuldar hefðu
verið, og aðeins væri vika síðan hlýnaði í veðri. Þrátt fyrir
þessa vorkulda var allt þama í dýrlegum blóma, frábrugðið
síðbúna sumrinu okkar heima.
Flestar okkar voru að gista Noreg í fyrsta sinn og því
margt nýstárlegt að sjá.
Ómetanlegt var það okkur að hafa jafn ferðavana konu og
Huldu Jensdóttur með í hópnum. Benti hún okkur á marga
staði sem gaman væri að sjá. (Auk þessa var hún búin að
skipuleggja fyrir okkur skoðunarferðir á fæðingadeildirnar,
bæði í Osló og Stokkhólmi).
Þegar búið var að koma sér fyrir á Panorama Hotel, var
farið út í sólina. Næsta dag voru væntanlegar 8 ljósmæður,
sem verið höfðu á ferðalagi um Finnland.
Árdegis 12. júní skoðuðum við fæðingardeild Ríkisspítal-
ans í Osló undir leiðsögn Lóu Kristjánsdóttur ljósmóður,
sem þar hefur unnið, en var nú í barnseignarfríi. Var mjög
gaman að skoða þessa stofnun, og finna hvað þessi íslenska
ljósmóðir var vel látin í starfí. Síðdegis var fjölmenni hið
mesta í anddyri hótelsins, þar voru saman komnar ljós-
mæður frá öllum Norðurlöndunum. Skyldi nú innrita
mótsgesti. Fengum við þama mótsskrá auk skemmtilegrar
nælu sem allir mótsgestir báru og hönnuð hafði verið af
norskri ljósmóður.