Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Page 22

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Page 22
134 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Eftirfarandi 3 erindi voru flutt á námskeiði um bamalækningar i september 1978. Erindin birtust iLæknablaðinu, fylgiriti no. 9, ioktóber 1979. Höfundarnir og ritstjóm Lœknablaðsins hafa góðfúslega veitt Ljós- mæðrablaðinu leyfi til að birta þau. Um matarœði ungbarna Guðmundur K. Jónmundsson Almennu fæði heilbrigðra bama á fyrstu 6 ævimánuðun- um hefur fram til þessa verið alltof lítill gaumur gefinn hérlendis. í hinum iðnvasdda heimi, þar sem mæður mega ekki lengur vera að því að sinna bömum sínum og hafa þau á brjósti, hefur myndast mikil verksmiðjuframleiðsla á tilbúnum bamamat og fjölmörgum þurrmjólkurtegundum. Margt nýtilegt og gagnlegt hefur komið í ljós við þessa framleiðslu og þær rannsóknir sem henni er samfara og segja má að þetta séu viðamestu tilraunir sem hafa farið fram á mannkyninu, eftirlitslaust. Tilraunir sem þessar geta ekki gengið án áfalla, enda hefur sýnt sig að hlotist hafa af stórslys. Hvað framtíðin ber í skauti sér, veit auðvitað enginn, en margt bendir til þess, að ýmsir hrörnunarsjúk- dómar, sem koma í ljós seinna á ævinni, geti beint eða óbeint átt uppruna sinn í rangri næringu á fyrstu ævimán- uðunum. Allir, sem eitthvað hafa haft með nýbura að gjöra, veika eða fríska, eru sammála um, að brjóstamjólk sé þeirra besta og eðlilegasta næring. Menn eru líka sammála um, að æskilegast sé, að barnið njóti brjóstamjólkurinnar fyrstu 4—6 mánuði ævinnar a.m.k. Vísindamenn sem vinna við að reikna út næringarþörf ungbama styðjast að mestu leyti við efnagreiningar á brjóstamjólk og eins er um þurrmjólkur- framleiðendur. Þetta er þó ekki eins auðvelt og margir virðast halda. Það er alltof mikil einföldun á hlutunum að

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.