Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Page 33
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
145
Nýburagula
(Physiologic Hyperbilirubinemia)
Hörður Bergsteinsson
INNGANGUR
Svokölluð nýburagula (physiologisk hyperbilirubinemia)
er algengasta orsök gulu hjá nýburum. Sýnileg gula kemur
fyrir hjá um 15% af öllum nýburum. (Bilirubin 7mg%, eða
meira). Reyndar er það svo, að flest ef ekki öll böm eru með
hækkun á bilirubini í serum fyrstu daga ævinnar ef miðað
við þau algengismörk, sem gilda síðar á ævinni, þ.e.
bilirubin í serum minna en 1,5 mg%. Hér er raunar um
aðlögunar- eða þroskavandamál að ræða, því er talað um
„physiolgiska” gulu til aðgreiningar frá „pathologiskri”
gulu.
Gula er mjög algengt kliniskt einkenni hjá nýburum og er
því nauðsynlegt að greina í sundur sokallaða „physio-
logiska” gulu og „apthologiska” gulu. Hér á eftir mun ég
reyna að gera nokkur skil á myndun, efnaskiptum og
útskilnaði bilirubins hjá nýburum og í því sambandi tala
um orsakir physiologiskrar gulu og meðferð. Að lokum
verður minnst lítillega á mismunagreiningu (sjá töflu 1).