Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Síða 34

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Síða 34
146 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Myndun á bilirubini Langmest eða um 85% af því bilirubini, sem myndast í líkamanum verður til við niðurbrot á hemoglobini. Afgang- urinn eða um 15% myndast við niðurbrot á öðrum eggja- hvítusamböndum, sem hafa prophyrin hring svo sem myo- globini. Niðurbrot á hemoglibini fer fram í reticuloendothelial kerfi. Fyrst er globinhluti mólikúlsins klofinn frá og síðan járn. Protoporphyrinhringurinn sem er cycliskt tetrapyrrole er síðan klofinn í sundur og myndast þá tetrapyrrole, sem kallast biliverdin. Þessi efnabreyting (sem talin er vera Mixed function oxidation) verður fyrir áhrifum tveggja efnakljúfa, það er heme oxygenasa og cytochrome p 450. Bili verdin er síðan reducerað (hydrogenation) fyrir tilverknað biliverdini reductasa í bilirubin. (mynd 1). Við fyrrnefnda efnabreytinguna myndast karbon monox- ið, CO, 1 mole af CO fyrir hvert mole af heme eða 4 mole af CO fyrir hvert mole af hemoglibini. Mælingar á CO myndun gefa því til kynna myndun á bilirubini. Niðurbrot á 1 gm af hemoglobini leiðir til myndunar á 34 mg af bilirubini. Slíkar mælingar hafa einnig leitt í ljós, að bilirubin myndun hjá nýburum er milli 6—8 mg per kg per dag, hins vegar hjá fullorðnum 2—3 mg/kg/dag. Þessi mikli munur á framleiðslu skýrist að mestu með því að æviskeið rauðra blóðkorna er styttra hjá nýburum en fullorðnum. Hér er um að ræða eina af þýðingarmeiri orsökum nýbura- gulu, sem sé aukin framleiðsla bilirubins. Flutningur á bilirubini inn í lifrarfrumur í serum er bilirubin bundið albumeni (síðar mun verða minnst á þýðingu þess). í lifrinni þ.e. í sinusoideal blóðrás losnar bilirubin frá albumeni og gengur inn í lifrarfrumur. Þessi flutningur inn í lifrarfrumur virðist háður koncentra- tions gradient. í lifrarfrumum eru svokölluð „carrier” eða

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.