Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Síða 37

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Síða 37
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 149 Enterohepatic hringrás bilirubins Þegar bilirubin hefur borist um gallvegi út í smáþarma er það reducerað af þarmasýklum í urobilinogen. Það getur síðan endurfrásogast og skilist út um lifur, í galli, eða um nýru bæði með glomerular filtration eða tubular secretion. Hjá fóstrum og nýburum eru engir þarmasýklar og uro- bilinogen myndast því ekki. í görnum hjá fóstrum og nýburum er hvati, sem kallast B-glucuronidasi og katalyser- ar deconjugation á bilirubini. Óconjugerað bilirubin er eins og áður segir fituuppleysanlegt og frásogast því að nokkru leyti aftur yfír í serum, hluti fer að vísu út í saur. Nýburaguia (Physiologisk gula) I raun má líta á nýburagulu sem aðlögunarvandamál eftir fæðingu. Fóstrið byrjar að mynda bilirubin um 20. viku meðgöngutímans. Náttúran hagar því þannig, að bilirugin skilst út um legköku og síðan lifur móður. f þessu sambandi má minna á, að conjugation á bilirubini í lifur fóstursins er treg. f annan stað er séð fyrir því, að stór hluti af því bilirubini, sem conjugerast í lifurer deconjugerað í þörmum og frásogast út í blóðrás að nýju. Nýburagula er skilgreind á eftirfarandi hátt: 1. Gula ekki sýnileg fyrstu 24—36 klst. 2. Enginn sjúklegur process til staðar, sem leiði til aukins niðurbrots á rauðum blóðkomum (hemolysis) truflunar á conjugation á bilirugini eða útskilnaði né heldur til aukins endurfrásogs (reabsorption) á bilirubini frá smá- þörmum. Sé ofangreindum skilyrðum fullnægt, er ekki þörf neinna sérstakra rannsókna umfram það, að fylgjat með bilirubin koncentration í serum og ekki er þörf neinnar meðferðar. Eins og kemur fram að ofan eru orsakir nýbulagulu, aukin myndun á bilirubini, minnkaður útskilnaður í lifur og aukið endurfrásog í þörmum. Mikilvægi þessar þátta er mismun- andi í hverju tilfelli út af fyrir sig, en í flestum tilfellum eru

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.