Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Page 8

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Page 8
4 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ FORELDRAFRÆÐSLA Eflir Guðrún Eggerlsdóttur og Helgu Danielsdóttur ljósrmeður/hjúkrunarfræðinga Foreldrafræðsla er nú orðin vel þekkt á íslandi. Hún er veitt í mæðraskoðun, á foreldrafræðslunámskeiðum, á fæðingadeildum og í ungbarnaeftirliti. Markmid hennar eru að: 1. Foreldrarnir geri sér grein fyrir mikilvægi líkamsræktar, heil- brigðs lífernis, hvíldar, holls og fjölbreytts mataræðis. 2. Foreldrarnir öðlist skilning á helstu atriðum varðandi andlegar og líkamlegar breytingar á meðgöngu — í fæðingu og í sængurlegu. 3. Draga úr kvíða, tengdum fæðingu og umönnun barns. 4. Foreldrarnir viti hvert þeir geti leitað aðstoðar. 5. Búa foreldrana undir breytta fjölskyldumynd. Starfsfólk mæðraskoðunar eru læknar, ljósmæður, hjúkrunar- fræðingar, félagsráðgjafar, ásamt tilheyrandi rannsóknar- og skrifstofufólki. Gott samstarf þessara starfsstétta skiptir miklu máli fyrir verðandi foreldra. Einnig við skipulagningu á nám- skeiðum fyrir þá. Barnshafandi konur eru oft mjög viðkvæmar og taka nærri sér það sem við köllum smámuni og byrgja oft inni kvíða, gremju og áhyggjur. Mikilvægt er að vinna traust verðandi mæðra. Takist það, eru meiri líkur til að þær þori að spyrja og kvarta, verður þá auðveld- ara að leiðbeina þeim og hjálpa. Gott er að konurnar hitti sömu aðilana sem oftast er þær koma í mæðraskoðun. Áætla verður hverri konu minnst 15 mín. í hvert sinn. Samræmd mæðraskrá kemur sér vel, en fræðslu og leiðbein- endakerfi hafa sumir komið sér upp í mæðraskoðun. Fylgir þá

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.