Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Qupperneq 20

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Qupperneq 20
16 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ thiamin, calcium, járn, vítamín, kolvetni og salt. En undanfarið hefur minna verið horft í þennan þátt. Rannsókn var gerð á 2019 barnshafandi konum m. t. t. salt- neyslu. Þeim var skipt í tvo hópa, öðrum var sagt að auka salt- neyslu en hinum að minnka hana. Konurnar voru á mismunandi aldri bæði frumbyrjur og fjölbyrjur og úr ýmsum þjóðfélags- hópum. Niðurstaðan varð sú að perinatal mortalitet, toxemia og ödem var mun meira hjá þeim sem drógu úr saltneyslu en hjá þeim sem juku saltneyslu. Fjöldi kvennu Pcrinalal Mortalilel Toxemia Bjiigur Placcnta infarktar 1 Saltneysla 1.000 50.0 9,7 28.7 1.3 T Saltneysla 1.019 26.5 3.7 16.0 3.2 Bjúgur reyndist meiri hjá þeim konum sem neyttu minna salts í fæðu, en hinum, þó hefur mikil saltneysla verið talin valda bjúg. Nýlegar kenningar greina frá því að með mjög litlu salti í fæðu haldi líkaminn ekki uppi sínu eðlilega jafnvægi. Þetta veldur því að reninangiotensin-aldosteron kerfið er örvað og það veldur meiri upptöku á Na + og af þessu kemur vítahringur, getur þetta valdið pataologiskum bjúg. (9) Mótefnasjúkdómur: Leitt hefur verið að því getum að í líkama móðurinnar myndist mótefni sem valda þessu einkennum en lík- legt er að svo sé ekki. Ef þannig væri farið myndi hættan á pre- eclampsi aukast með hverri meðgöngu, líkt og er hjá konum með erythroblastosis foetalis sem er mótefnasjúkdómur. Þar sem pre- eclampsi er algengast hjá frumbyrjum styður þetta ekki þá tilgátu. (3,5) Blóðþrýstingur: Blóðþrýstingur ákvarðast almennt af þremur atriðum: 1. Magni vökvans í æðum. 2. Mótstöðunni í æðaveggjunum. 3. Kraftinum sem blóðinu er dælt með í gegnum æðarnar.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.