Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Qupperneq 22

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Qupperneq 22
18 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ tilhneiging eykst. Kerfið sem vinnur að, að leysa upp segana eflist líka. Þannig má líta á þetta sem undirbúning til að auðvelda stöðvun blæðingu eftir fæðinguna. Tilhneiging til segamyndunar eykst í vægri pre-eclampsi miðað við eðlilega meðgöngu, en í alvarlegri pre-eclampsi eykst þetta verulega. Hjá konum í eclampsi er þetta sérstaklega mikið og við krufningu finnast örlitlir segar víðsvegar í líkamanum. Þeir stífla æðarnar og valda drepi í vefjum sem þær næra og í æðaveggjunum sjálfum þannig að æðarnar leka og jafnvel getur blætt inn í vefina. Blæðingar í heilavef eða nýrum valda dauða í eclampsi. í alvarlegri pre-eclampsi getur segamyndunin orðið það mikil að blóðstorkuefnin, þá aðallega fibrinogen og blóðflögur eyðast upp og raskast þar með eðlileg blóðstorknun. Kerfið sem leysir upp sega brýtur þá jafnóðum niður í ónothæft efni FDP. Það hindrar myndun fibrins úr fibrinogeni sem eykur enn á blæðingatilhneiginguna. Þar með eyðast blóðstorkuefnin, nýmyndun er hindruð og vítahringur hefur skapast. Slíkt ástand nefnist DIC (Disseminated intravaskular coagulation) og er talið vera hjá flestum konum með pre-eclampsi, a. m. k. þegar sjúk- dómsástandið er alvarlegt. Talið er að langvinn en hæg segamynd- un valdi skemmdum í æðum og glomerulus í pre-eclampsi en hröð og mikil segamyndun gæti leitt til víðtækra æðastíflana og blæðingatilhneigingu sem veldur heilablæðingu og krömpum í eclampsi. Örsökin er tali vera sú að skemmdir í fylgju og hugsan- lega í legvegg vegna súrefnisskorts þar, valda því að segamynd- andi prótein (tromboblastisk efni) losni úr fylgju og legvegg. Það berst síðan út í blóðrás móður þar sem það komi af stað blóð- storkukerfinu. Rannsóknir hafa sýnt fram á x20 hærri þéttni slíkra efna er í bláæðablóði frá Ieginu hjá konu með pre-eclampsi en hjá konum í eðlilegri meðgöngu. Við það að segar stífla margar æðar gæti mótstaðan aukist og blóðþrýstingur hækkað. Það að blóðþrýstingurinn hækkar gæti verið tilraun líkamans til að auka blóðflæðið til vefjanna handan stíflunnar, sem eru í súrefnaskorti. Einnig er þetta tilraun til að halda uppi nægilegu blóðflæði um nýrun til að sía burt úrgangs- efni úr blóðinu. (3) Fylgja og leg: Þær breytingar sem sjást á fylgju samfara pre- eclampsi er best lýst sem hrörnunarbreytingum. Útlit fylgju eftir

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.