Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 23

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 23
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 19 32-36 vikna meðgöngu í pre-eclampsi getur líkst 40 vikna fylgju í eðlilegri meðgöngu. Þær breytingar eru m. a. drep, kalkanir, blæðing í fylgjuvef ásamt skemmdum í frumum og æðum fylgj- unnar. Þetta leiðir af sér að næringar og súrefnisflutningur verður lélegri til fóstursins og hormónaframleiðsla minnkar. Frumorsök þessara breytinga er ekki þekkt. Sýnt hefur verið fram á að í pre- eclampsi er 40-60°/o minna flóðflæði um fylgju og leg. Ekki er vit- að hvort þetta er undanfari eða afleiðing blóðþrýstingshækkunar- innar en vitað er að þær breytingar á fylgju, er áður voru taldar, orsakast af súrefnisskorti. í legvegg og fylgju framleiðist hormónið renin. Það myndast einnig í nýrum. Renin verkar á angiotensiogen og það verður angiotensin hefur annars staðar í líkamanum. Vegna súrefnis- hækkar blóðþrýstingur. Angiotensin hefur hinsvegar æðaútvíkk- andi áhrif í leginu. Þetta ætti að vinna á móti þeim áhrifum sem angiotensin hefur annarsstaðar i líkamanum. Vegna súrefnis- skorts eykst myndun renins í legi og nýrum og veldur þar af leið- andi einnig aukningu á angiotensini. Eins og fyrr segir leiðir þetta til aukinnar mótstöðu í æðum og blóðþrýstingur hækkar. Þetta gerist einnig í þeim æðum er næra legið og veldur það auknum súrefnisskorti og reninmyndun eykst enn. Er þarna kominn víta- hringur. Ekki er vitað um orsökina fyrir súrefnisskortinum og reninmyndun þar. Aukinn þrýstingur og þan í leginu gæti verið orsökin sbr. aukna tíðni pre-eclampsi í tvíburameðgöngu og við hydramnion. Æðar í legi hjá frumbyrju eru minni en hjá fjölbyrju og þar af leiðandi er hæfnin minni til að flytja blóð um legið. Þetta gæti skýrt það hvers vegna pre-eclampsi er algengari hjá frumbyrjum. (3, 4, 5) Greining Mikilvægt er að greina snemma þau einkenni sem bent gæti á byrjandi pre-eclampsi. Reglulegt eftirlit og góð mæðravernd hefur í því sambandi veigamiklu hlutverki að gegna. Nauðsynlegt er að konur komi snemma í fyrstu mæðraskoðun þ. e. á I trimestri. í þessum skoðunum er mældur blóðþrýstingur og þyngd, athugað hvort konan hafi bjúg, hvort eggjahvíta sé í þvagi og auk þess er hæð legbotns mæld, einnig ummál kviðar og hlust-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.