Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Side 28

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Side 28
24 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ sjúkdóm, háþrýsting og eins ef saga er um þessa sjúkdóma í ætt- inni. Gerð er almenn skoðun og obstetrisk og skal þá sérstaklega metið hvort fóstrið samsvari meðgöngulengd. Einnig skal gera vaginalskoðun til að meta ástand leghálsins. Lega / Hreyfing Rúmlega er sú meðferð sem mest er notuð, þegar konan leggst inn er hún sett á rúmlegu fyrstu tvo sólarhringana án WC-leyfis og fylgst er gaumgæfilega með því hvort og hvenær blóðþrýstingur lækkar. Auk þessa eru gerðar ýmsar rannsóknir sbr. kaflann um þær rannsóknir sem gerðar eru á konum með pre-eclampsi. Ef blóðþrýstingur lækkar ekki er hafin lyfjameðferð og er konan jafnframt höfð áfram rúmliggjandi. Þegar ástandið lagast, þ. e. blóðþrýstingur lækkar, minni bjúgur og lækkað prótein í þvagi, er leyfð fótaferð. Byrjað með WC-leyfi og síðan smá aukið eftir ástandi konunnar. Það skal þó haft í huga að hvert tilfelli er met- ið, en þessu er þó fylgt í grófum dráttum. Sé blóðþrýstingur á háu stigi, 180/120 eða hærri, má konan ekkert reyna á sig, hvorki lesa, gera handavinnu eða sinna persónulegu hreinlæti. Reyna skal að draga úr áreyti, með því að hafa hana eina í herbergi, forðast skal ljós, háværar raddir og óþarfa umgang á stofunni. Uppfræðsla er mikilvæg til að konan geri sér grein fyrir ástandi sínu, útskýra eðli sjúkdóms og tilgangi meðferðarinnar. Einnig er æskilegt að aðstandendum sé þetta ljóst, því andlegt ástand konunnar hefur mikið að segja. Síðast en ekki síst þarf starfsfólk að umgangast þessar konur með mikilli nærgætni. Lyfjameðferð: Eins og áður greinir eru gefin lyf ef blóðþrýstingur lækkar ekki eftir tveggja sólarhringa legu, en sé blóðþrýstingur mjög hár við komu 180/120 eða hærri er lyfjagjöf hafin strax. Ýmis lyf hafa verið reynd með misjöfnum árangri. Algengustu lyfin eru Apresolin Aldomet og Trandate. Apresolin er valið sem fyrsta lyf, en dugi það ekki er Aldometi bætt við. Greinist hækkaður blóð- þrýstingur snemma eða fyrir 28 viku er Aldomet notað. Nú er Trandate notað í auknum mæli.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.